sunnudagur, júní 11, 2006

Lokakvöldið

Vá, hvað var gaman og vá hvað þetta var líka sorglegt. Er hér með tárin í augunum að skoða myndirnar. Mun kannski aldrei sjá þetta fólk aftur. Eins gott að Dagný er að koma á morgun svona til að hafa e-ð skemmtilegt að hugsa um. Alla vega nokkrar myndir frá kvöldinu góða. Veitingastaðurinn var frábær og veðrið enn betra svo við gátum verið á veröndinni og horft út á vatnið. Hér fyrst eru elsklingarnir mínir þau Alec og Aysu.
Aysu og diplomatinn Gabriel

Cheong (sem fékk jakkafötin sérsend frá Kóreu fyrir tilefnið), Jonas, Aysu, Gabriel og Joakim
Aysu, Keit, Alena, Rieneke, ég sjálf, Suna og Sue
Í Lilla Sunnersta áður en við fórum á veitingastaðinn
Fínar stúlkur ekki satt. Cheong sagði að þetta hafði verið eins og keppni í Miss World! Hann kann að sjarma dömurnar!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stórglæsilegt fólk allt saman :) Já ég er líka í svipaðri stöðu, er búin að kveðja alla á vuggestuen og í skólanum og bíð svo bara eftir að byrja í vinnunni í næstu viku. Mamma og pabbi eru hjá mér þannig að við munum njóta okkar vel í vikunni. Kyss og knús

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar allt alveg æðislegt, ég finn alveg einhverslags skólaslita tilfiningu bara af því að horfa á myndirnar!! Skemmtu þér vel með dagnýju og sjáumst næstu helgi. Hlakka til :)

Nafnlaus sagði...

sammala Kristrunu, storglaesilegt folk og ta serstaklega stelpurnar:) Veit alveg hvernig tessi tilfinning er...rumt ar sidan eg kvaddi min skolasystkin og vid heldum hvert i sina attina i starfsnam....en svona er vist lifid:) hafdu tad gott! Kaer kvedja fra sviss, Heida