fimmtudagur, mars 04, 2010
Þýska fyrir mig?
Nú er ég búin að vera mánuð í Þýskalandi. Samkvæmt fögrum fyrirheitum sjálfrar mín áður en ég fór að heiman ætti ég vera farin að kunna nokkra þýsku þar sem ég ætlaði að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Sá fyrir mér að ég myndi setjast niður með þýskt dagblað og orðabók og skemmta mér stórvel við að lesa og fletta upp í orðabók. Hmmm, ég hef ekki enn séð þýskt dagblað. Hef séð þýskt Vogue en hef bara skoðað myndirnar.
Fljótt eftir komuna áttaði ég mig á því að ég hafði verið heldur bjartsýn. Næst var því að setja sér raunhæfara markmið. Ætlaði að kveikja á þýska barnaefninu þegar ég færi á fætur með Óla kl. 7 á morgnana. Barnaefni er nefnilega auðveldara að skilja en fullorðins efni en því fylgir ákveðinn galli; það er hundleiðinlegt! Einhver skærblá kanína hoppandi í kringum ofurglaðan þéttlaginn mann er það sem er boðið upp á hér. Lærði þó eitt nýtt orð, Kaninchen! Held það sé eina nýja orðið sem ég hef lært síðan ég kom hingað. Nú nenni ég hins vegar ekki einu sinni að reyna þessa aðferð, horfi bara á ameríska þætti af netinu í staðinn, það er miklu skemmtilegra...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
jeijjeij uppáhaldsbloggarinn minn farinn að blogga :) Spennandi barnaefni haha. Ég horfi stundum á Barbapabba með Benjamín og finnst það bara ansi fínt. knús
Skrifa ummæli