föstudagur, mars 19, 2010

feff vs. pepp


Stundum virðist svo vera að maður læri ekki af fyrri reynslu, jafn vel þó trámatísk sé. Þannig var það að á mínum Uppsalaárum að ég fór eitt sinn á veitingastað og pantaði mér pizzu með pepperóní. Ekki er hægt að gera lítið úr þeim vonbrigðum sem ég varð fyrir þegar flatbakan var lögð fyrir framan mig. Í stað yndislegrar rauðrar niðurskornar kryddpylsu, löðrandi í fitu var á pizzunni einhver dularfullur grænn ávöxtur sem ég kannaðist ekki við. Þar sem ég er sérlega kurteis stúlka sem reyni að forðast alla konflikta sagði ég ekki orð og át þessi skringilegheit án þess að segja orð. Komst svo að því síðar að þessi belgaldin á pizzunni voru svokölluð fefferóní. Það sem eftir lifði af tíma mínum í Svíaríki passaði ég mig á því að biðja alltaf um salami í stað pepperóní.

Fyrir nokkrum dögum síðan var ég í sérlega miklu stuði fyrir eitthvað feitt og gott. Ég sendi því Peter út í pizzubúð að kaupa pizzu fyrir mig, með einmitt pepperóní. Áður en hann fór velti ég því þó upp við hann hvort ég ætti að hætta mér í þýskt pepperóní, gæti verið öðruvísi en það íslenska. Þetta fannst honum ekkert athugaverð vangavelta sem er óskiljanlegt þegar að framhaldi sögunar kemur. Þegar hann kemur inn um dyrnar fara munnvatnskirtlarnir á fullt, næ mér í kók og helli í glas, tek pizzukassann og opna. Hvað blasir þá við mér nema helvítis FEFFERONI! Þvílík vonbrigði og pirringur út í Peter að hafa ekki fattað að það er ekki til neitt sérræktað íslenskt fefferóní svo hann hefði augljóslega átt að átta sig á misskilningnum þegar ég fór að tuða um sérlega gott íslenskt pepperóní. Bömmer!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey, ég var einmit að tala um pepperoni vid italskan medleigjanda i dag. Ef ég skildi hana rétt þá er pepperóni í ítalíu það sem við köllum papríku en er pepper a ensku. Þetta er allt saman mjög ruglandi. Mig hefur lengi grunað að fólk eigi það til ad kalla paprikur einhverjar (eða einhverslags skylt fyrirbæri) pepperoni. Ég hef nefnilega lent í álika leiðinda atviki og þú. Ekkert verra en grænmetis prump þegar þörf er a alvöru pepperóni!

Annars Yei! að þú ert farin að blogga og Jei! að ég er komin með internetið heim til min, til i tuskið á ný!!! Solrun

Nafnlaus sagði...

Hæhæ! ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt, það er líka ótrúlega fyndið að lesa allar þessar græðgislýsingar þínar, maður gæti sko léttilega ímyndað sér að hér væri einhver risa jussa á ferðinni ef maður vissi ekki betur ;)
Knús til Óla litla Jökuls frá mér!!
Agla

Nafnlaus sagði...

Hahahaha

Ég spurði pítsasérfræðinginn og ef maður pantar pítsu með pepperoní hér á Ítalíu þá fær maður einhvers konar sterka papriku (chilli-afbrigði kannski?)
kveðja frá Róm
Guðný