laugardagur, mars 13, 2010

Misjafn smekkur


Eins og þeir sem mig þekkja vita þykir mér nammi, flögur, ís og annað gotterí sérlega ljúffengt. Þegar mig langar að gera eitthvað skemmtilegt (nú eða reyndar eitthvað leiðinlegt líka) þá er það yfirleitt það fyrsta sem kemur upp í hugann að fá mér eitthvað gott með því. Að horfa á sjónvarp er ekki kósí nema að vera að japla á einhverju góðu á meðan. Sama á við um að lesa bók, ekkert spennandi bara með bókina eina og sér.
Peter er hins vegar örlítið öðruvísi gerður. Fyrst í stað reyndi ég að fela þennan svínslega eiginleika og þóttist vera mjög pen. Hamdi mig sérlega vel og rétt nartaði í 80% súkkulaðið sem hann bauð upp á. Við erum líka sérlega ólík þegar kemur að þynnkuvenjum. Hann bauð mér upp á nýkreistan appelsínusafa og niðursneidda ávexti þegar ég átti þann vana að vakna með Doritos flögupoka við hliðina á koddanum og kók á náttborðinu.
Nú er hins vegar þannig komið að ég nenni ekki að fela mitt sanna eðli lengur. Þótti mér því afar lýsandi í gærkvöldi þegar við vorum að glápa á bíómynd að ég var með flögur og kók en hann epli og rauðvín. Kúlteveraði Þjóðverinn og svínslegi Íslendingurinn. Spurning hvaða leið afkomandinn mun svo feta.

4 ummæli:

Frankrún sagði...

haha sé þetta alveg fyrir mér! Ég og Frank erum jafn svínsleg í þessu og liggjum bæði í sukkinu yfir lélegu sjónvarpsefni hehe.

Guðný gúlla sagði...

Hahahahah snilld! Ég er fegin að Atli er jafn nammisjúkur og ég, held reyndar að það sé mér að þakka/kenna:)
...en epli og rauðvín....mjög furðulegt verð ég að segja;)

kvoldmatur sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
kvoldmatur sagði...

Fyndið :)