laugardagur, mars 27, 2010

Samviskubitspóstur


Afskaplega er maður latur hérna inni. Nú rifjast skyndilega upp fyrir mér hví ég hætti þessu. Enn einn samviskubitsfaktor í líf manns. Það sem er að valda mér samviskubiti annað en þetta blogg þessa dagana;

- Títtnefnt þýskunám, eða skortur á því. Er bara ekkert að nenna þessu. Verð líka hálfþunglynd að átta mig á því hvað ég man ekki neitt af því 4ra ára námi í þýsku sem ég stundaði á sínum tíma. Hversu grátlegt er það að geta ekki stunið upp úr sér nokkrum orðum þegar maður skrifaði heilu ritgerðirnar á þýsku hérna í denn. Ekki að segja að þær hafi verið lýtalausar en maður hafði alla vega einhverja hugmynd.

- Tiltekt. Hér er fullt af dóteríi sem þarf að fara í gegnum og sortera. Kenni reyndar Peter um mest af því en mætti nú samt lyfta alla vega litla fingri. Það sem átti upphaflega að vera barnaherbergið er nú svokallað "trash-room". Ekki getur maður skutlað barninu inn í þann ruslahaug, þá fengi ég nú fyrst samviskubit.

- Kynna mér borgina. Ég sá fyrir mér að ég myndi þeysast um borgina þvera og endilanga og uppgötva nýja staði daglega. Einhvern veginn virðist ég alltaf enda á því að labba í garðinum sem er næst okkur. Nú eða það sem verra er, labba bara beint í H&M og skoða dótið þar. Vill nefnilega svo ,,skemmtilega" til að verslunargatan er á milli íbúðinnar okkar og þessa garðs sem ég fer oft að labba í og því fer sem fer.

- Framtíðarplön. Ekki er nokkur framtíð í því að vera í fæðingarorlofi, nú nema maður ætli að drita krökkum niður með nokkurra mánaða millibili. Þó ég sitji við tölvuna meira og minna allan daginn þá hef ég mig engan veginn í það að skoða eitthvað nám sem ég gæti mögulega farið í. Hvað skal gera þegar fæðingarorlofssjóður hættir að dæla í mig peningum er því alls óráðið.

Sem sé, nóg af dóti til að láta sér líða illa yfir...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég skil þið mjög vel Anna mín. Stundum verður maður bara að gleyma svona samviskubitsfaktorum og njóta þess sem maður nær að gera t.d nærðu líklegast að gefa brjóst 10 sinnum á dag eða eitthvað álíka osfrv.Það er brjáluð vinna að sinna litlu kríli og maður missir helling af vítamínum og er oft frekar orkulítill og slappur, svona er þetta bara! Háu kröfurnar verða bara að sitja á hakanum eitthvað áfram.

Núna sit ég í miðjum ruslahaug og gaurinn sefur en í staðinn fyrir að skella mér í uppvask og gólfþvott sit ég fyrir framan tölvuna :)Er reyndar búin að brjóta saman fínu nýju fötin hans Benjamíns sem verður gaman að troða honum í þegar hann vaknar hehe.

Knús Kristrún

p.s ég lærði dönsku með því að horfa á lélegt danskt sjónvarp ;)þetta þarf ekkert að vera á háu plani hehe

Anna Þorbjörg sagði...

Já, ég veit, takk fyrir peppið!

En þetta er allt að koma. Fór í smá skoðunarleiðangur á laugardaginn á nýjar slóðir og las svo smá þýsku í morgun og horfði á þýskt sjónvarp í gær...

Nafnlaus sagði...

Iss, hver gerir svo sem allt sem hann ætlar ser, eg hef ekki enn hafid fronsku namid mikilvæga, a enn eftir ad laga vegghengi sem for i klessu (bar samt med mer gæda stalnagla alla leid fra islandi eftir jol), hef ekki enn farid i gegnum lagerinn af fotum sem eg nota aldrei og mergur manns her i malawi myndi gladur taka vid (nema mer tokst ad gefa nokkra boli um daginn) og svo er enginn timi til ad ferdast um Malawi. Blessunarlega þá er ég með heimilishjálp, veit ekki hvar ég væri annars!

Er ekki líka mikilvægt ad slaka á og horfa á lelegt sjonvarp (svo eg tali nu ekki um ad lesa blogg og kommenta) Solrun