þriðjudagur, mars 09, 2010

Heidi


Ég skal segja ykkur það, ég komst varla hingað inn til að setja niður nokkrar línur þar sem bloggerinn var bara búinn að snara sér á þýsku og ég alveg lost. Scheise!

Er annars komin með nýja lærdómstækni. Er farin að lesa þýsk slúðurblöð með orðabók við höndina. Var að lesa stórmerkilega grein (hmmm) um goðið þeirra hana Heidi Klum. Varla eiga þeir nógu sterk lýsingarorð til að lýsa þeirri konu, svo fullkomin er hún. Eigandi einhver 4 börn, stjórnandi 2 sjónvarpsþáttum auk allra sýningana og myndatakana. Spurning hversu fullkomin mamma börnunum hennar finnst hún vera þegar fram líða stundir og þau farin að kalla barnfóstruna/fóstrurnar mömmu sína. Já, þá er nú hann Óli minn heppinn. Hann á mömmu sem er heima hjá honum allan daginn, glápandi á unglingaþætti og borðandi nammi. Þar er almennilegt uppeldi á ferðinni!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ.gaman að þú sért farin að blogga,og gott að þú getur lesið slúðurblöð.en ég ætla n ú að reyna að segja þér frá því helsta í leiðarljósinu okkar.þar sem ég er nú nýkomin heim veit ég nú kannski ekki svo mikið en þó get ég sagt þér að Hart veit núna að hann á barnið(strákinn,hann er fæddur)með Cassie og er nú farin frá Dinuh.Joss og Reva eru búin að fatta að Tery(Anne)eitraði fyrir Joss og þau eru alveg viss um að Anne sé á lífi en það bara trúir þeim engin.það eru nú komnir brestir strax í sæluna hjá Phillip og Harley vegna dóttur hennar sem kom fram á sjónarsviðið.Blake og Ben eru tekin saman og Ross komin með Indiu eða hvað hún nú heitir.Hahaha er ég ekki býsna góð í þessu????.ég reyni að horfa á þetta bara fyrir þig.en vona að þið hafið það gott og skilaðu kveðju til feðganna flottu og knúsaðu þann yngri STÓRT knús frá afasystir.venlig hilsen.
ps.ég er ekki í vafa um að Óli Jökull er miklu lánsamari en börnin hennar Heidi. Eygló.

Guðný gúlla sagði...

Hahahhhahaha Anna þú ert ógeðslega fyndin! Er búin að Lolla (hmm þetta hljómar dónalega) við að lesa þetta:)
Ég er reyndar bara búin að lesa Berlínarhluta-bloggsins en ætla að fara að worka mig aftur í tímann þetta er svo skemmtileg lesning.
kveðja önnur mamma í fæðingarorlofi sem ætti að vera að þrífa

Frankrún sagði...

haha æðislegt að hafa einhvern til að fylgjast með Leiðarljósinu fyrir þig ! Ég var nú sjálf húkked á að horfa á Heidi með fínu kúlurnar sínar í þættinum þar sem fólk er að sauma föt (man ekkert hvað hann heitir). Man að ég hugsaði mikið til hennar 6 vikum eftir fæðingu því hún sýndi nærföt fyrir Victorias secret 6 vikum eftir að hafa fætt barn númer þjrú eða fjögur!! Reyndar gætir þú farið létt með svona brókasýningu Anna haha. Haltu áfram að blogga, það er svo gaman að lesa! knús