föstudagur, apríl 13, 2007

Vinna


Annars er það nú helst að frétta að ég er byrjuð að vinna á Slysadeildinni á FSA. Þar er víst mikill annatími um þessar mundir vegna klunnalegs skíðafólks sem er alltaf að detta og meiða sig. Húrra fyrir því, því vegna svona klaufaskapar hef ég nú fengið vinnu um einhvern tíma. Er sem sé mætt eina ferðina enn á FSA. Þar er allt við það sama og varla að sjá nýtt andlit síðan ég vann hér síðast fyrir tæpum tveimur árum. Helsta breytingin er örugglega að komin er dýrindis sódavatnsvél á ganginum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna!

Maður ætti kannski að fara að snúa sér að þvi að redda sér ódyrum miðum til dk. Þú ert alltaf svo framsýn Anna, ég verð að fara að taka þig mér til fyrirmyndar.

Nafnlaus sagði...

Jæja, svo þannig fór þá fyrir þér ;)
Til hamingju með að vera komin með vinnu. Bið kærlega að heilsa öllum sem ég þekki á FSA. Eruð þið þá þrjár á slysó?

Anna Þorbjörg sagði...

Já, bara svona rétt yfir annatímann. En er samt í tölvu uppi hjá mömmu og hinum frúnnum

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med vinnunna elskan,altaf fjør á slysó,tad eru sjálfsagt alloir hættir tarna er ég var ad vinna tar,en ef Olína og man ekki hvad hún heitir,bid ég ad heilsa

Nafnlaus sagði...

Jú Thórunn heitir hún og svo audvita frú Hermíniu frá Brún