föstudagur, apríl 20, 2007

Samviskubitsdraugurinn segir til sín

Ég er með samviskubit yfir því að tala svona illa um Pravda, vil nú ekki vera að styggja lýðinn. Svo á maður ekki að vera svona neikvæður og fordómafullur á sama tíma og maður boðar umburðarlyndi og náungakærleik. Eða hvað?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe takk fyrir það. Ætli ég sé ekki búin að jafna mig. Þessi súperman partý hljóma heldur ósmekkleg. Finnst ég verða að taka það fram að ég mun ekki sakna Pravda mikið en veit samt sem áður að nú munu allir halda að það hafi verið minn uppáhaldsstaður.

Átti annars ágætiskvöld þar síðasta vetur, var í fór með heilu afrónámskeiði. Varð ofurölvi að sjálfsögðu og steig viltan dans með barnungum en gríðarlöngum manni, varla degi eldri en 18 ára. Við köllum hann risasmáan. Hann var ekki síður ölvaður og mér skilst að tilþrifin hafi þótt svo spaugileg að fólk hafi drifið að til að taka myndir. Kannski ég og minn dansfélagi séum í hópi hyskisins sem birst hefur á síðum blaðanna??

Anna Þorbjörg sagði...

Engar áhyggjur af því að fólk muni halda að Pravda hafi verið þinn uppáhaldsstaður, allir vita að það er Ópus, áður Píanóbarinn.
Efast nú um að þú og þessi ungi piltur hafið verið á síðum blaðana sem hyski enda ert þú allt annað en hyski Sólrún mín, þó ofurölvi sé

Nafnlaus sagði...

Ertu að meina að bolurinn minn hafi ekki verið nógu blautur?

Annars varð Ópus öðrum og ekki minna eyðandi öflum en eldi að bráð, nefnilega landsbankanum.
Hvar eiga vondir að vera??

Anna Þorbjörg sagði...

Usssssss