sunnudagur, apríl 01, 2007

Miðar


Nú er mér vandi á höndum! Ég svaraði nokkrum laufléttum spurningum um Björk inni á síðu Rokklands á Rás 2 um daginn þar sem í verðlaun voru 2 miðar á tónleikana hennar núna 7. apríl. Ég bjóst nú ekki við að vinna þá en svo kom annað á daginn. Nafn mitt var dregið úr einhverjum potti svo nú sit ég uppi með 2 miða sem er ekki eins gleðilegt og ætla mætti. Ég festi nefnilega í gær kaup á leikhúsmiðum hérna á Akureyri þetta sama kvöld. Því ætla ég að bjóða áhugasömum að láta mig vita ef þeir vilja þessa miða á tónleikana. Ég þekki svo sem ekkert marga sem verða í Reykjavík þegar þetta verður en sem sé bara að láta vita í kommentakerfið ef áhugi er á miðunum. Ég vel svo þann sem mér þykir skemmtilegastur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís
Ég sé að það er enginn búinn að reyna að keppa um miðana hérna.
Ég er alltaf til í að fara á góða tónleika :)
Ég fylgist reglulega með þér hérna á síðunni þinni - langar í 4B hitting, það er löngu kominn tími til.
Hafðu það gott Anna mín

Anna Þorbjörg sagði...

Sorry Halla, allt í plati!
Gaman samt að heyra frá þér, vona að þú sért ekki í fýlu við mig yfir svona aprílgabbi
Gaman væri nú að hafa 4b hitting einhvern tíma. Hef reyndar hitt bæði Lindu og Ómar nýlega og svo hittir maður auðvitað Stínu regulega. Væri þó alveg til í að hitta ykkur fleiri