sunnudagur, apríl 22, 2007
"Mamman" ég
Mér er ekki skemmt! 17 ára vinnufélagi systur minnar, þessarari sem er fædd '87, hélt að ég væri mamma hennar. Held ég hafi aldrei verið jafn móðguð á ævi minni. Hafði tekið mig ágætlega til í dag og fannst ég nú bara svona þokkalega útlítandi. Svo fæ ég þetta eins og blauta tusku framan í andlitið. Mamma tvítugs krakka, ég! Hefði þurft að vera 8 ára þegar ég spýtti henni út úr mér. Toppurinn sem sé ekki alveg jafn yngjandi og ég hafði talið mér trú um, held ég fari að éta þaratöflur til að helvítið vaxi sem hraðast og hverfi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jæja Anna...ha ha ha...þetta var fyndin færsla hjá þér :o)
Þú misstir af balli aldarinnar á NASA í kvöld þar sem GUS GUS fór á slíkum og þvílíkum kostum og talandi um gelgjuskap og æskudýrkun þá fór ég í Kringluna í dag, kaufffti mér hettupeysu, snjáðar gallabuxur og fór í eiturgræna Abercrombie & Fitch bolinn minn og dansaði af mér rassgatið með tvítuga fólkinu á NASA ásamt vinnufélögum mínum og jafnöldrum og var algjörlega að fílaða, þrjátíuogtveggjaárasveinnin... Maður er sennilega ekki eldri en maður hagar sér eða hvað?
Voru Dúmbó og Steini á Kaffi Ak. í kvöld eða hvar var stuðið? :oP
Kveðja á Eyrina,
Jón Gunnar.
Stuðið hjá mér er í Austurbyggð 6, hef ekki hugmynd um hvað er að gerast hér í þessum bæ svona utan veggja heimilisins. Kannski maður sé þá orðin kelling
Skrifa ummæli