föstudagur, apríl 27, 2007

Herinn burt - 2. umferð

Sem gömlum Herstöðvarandstæðingi (nú Hernaðarandstæðingi) þykir mér afar sorglegt að Ísland hafi nú gert samning við Norðmenn um varnarmál. Ekki hef ég orðið þess vör að landið hafi verið hér allt í upplausn og innrásum síðan bandaríski herinn kvaddi landið og sé ég því ekki hvers vegna við þurfum að vera í einhvers konar hernaðarbandalagi við Norsarana. Mér þótti einmitt kjörið tækifæri fyrir Ísland að fara með fordæmi í átt að herlausum heim. Auðvitað erum við ekki það merkileg að slíkt hefði umsvifalaust þau áhrif á heiminn að allir myndu leggja niður vopn en gæti e.t.v. hafa lagt örlítið á vogarskálina í þessum efnum. Okkur Íslendingum þykir oft flott að segja að við höfum engan íslenskan her en hvað hefur slíkt mont upp á sig ef við höfum útlenskan her til að passa okkur. Svo ekki sé minnst á litla íslenska herinn sem við höfum í Afganistan undir nafni friðargæsla. Einnig er vert að hugsa um fyrir hverju er verið að vernda okkur. Hvaða árásir eru þær einu sem gerðar hafa verið á Vesturlönd síðustu áratugi? Hryðjuverk. Þessum árásum hefur heldur ekki verið beint að litlum varnarlausum þjóðum heldur að þeim sem mestan og sterkastan hafa herinn. Allar þær varnaráætlanir sem Bandaríkin höfðu upp 11. september 2001 skilaði þeim litlu þegar kom að því að verja borgarana. Það eina sem her þess lands gat gert við því sem gerðist þann dag var að fara til annarra landa og drepið fleiri.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm....bara svona pæling en það er eins og mig minni að ég hafi horft upp á einhverja snarbrjálaða múslima kveikja í danska fánanum og í kjölfarið hóta Norðmönnum dauða og djöfli fyrir skopmyndir af Múhameð Spámanni þannig að það er nú ekki alveg eins og þessir vinir okkar þarna niðurfrá hafi Skandinavísku landafræðina alveg á hreinu. Frá DK og Norge er jú aðeins 3ja tíma flug til Íslands þannig að hver veit nema þeim dytti í hug að fremja einhverja óskundan á köldum klakanum...svona alveg óvart bara?

Fór annars á Nouvelle Vague tónleika í Hafnarhúsinu í kvöld og þvílík og önnur eins stemning maður lifandi! Velkomin suður Anna panna...þó þú sért góð dóttir Akureyrar þá held ég einhvernveginn að Rvk. tali meira til þín at this point in your life :o)

Þau enduðu á þessu í seinna uppklappinu: http://www.youtube.com/watch?v=PPR2bK3kL5c Mjög fallegt.

Hafðu það sem allra best Anna.

Kveðja,

Jón Gunnar.

Nafnlaus sagði...

heyr heyr Anna mín! Þetta er nú meiri dellan. Held að heimspólitíkin þurfi að taka á sig nokkuð nýja stefnu áður en við þurfum að hafa áhyggjur af innrás. Hef lítið fylgst með þessu máli en finnst eins og íslensk stjórnvöld vilji bara vera eins og stóru krakkarnir sem leika sér með stóru byssurnar svo þau verði ekki útundan.