Eins og svo oft áður brá ég mér í sund í dag. Þar sem Söngkeppni framhaldsskólana er haldin hér á Akureyri í kvöld kom ekki á óvart að í sundi var fullt af unglingum. Mér finnst unglingar almennt fremur skrítin þjóðfélagshópur og oftar en ekki dálítið pirrandi (sorry þið unglingar sem eruð ekki svo pirrandi). Það sem vakti áhuga minn þar sem ég flatmagaði í pottinum eftir nokkrar sundferðir og glápti á fólk hálfnakið spranga um, að unglingahóparnir voru tvenns konar (svona rétt eins og áðurnefndar fegurðarungfrúr). Annar hópurinn, sem var töluvert fjölmennari, var eins og nýkominn af Mallorka svo hörundsdökkur var hann. Stelpurnar sem tilheyrðu þessum hóp voru flestar með fullkomið meiköppið enn á sér og strákarnir háværir og sjúklegar hressir. Hinn hópurinn var jafn hvítur og hinir hefðbundnu gestir Akureyrarlaugar og öllu prúðari.
Fannst hvíta fólkið miklu meira kúl og minna pirrandi. Ætli geislarnir í ljósunum hafi þessi áhrif á liðið?
laugardagur, apríl 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hmmm ég ætla ekki að segja mikið Sólardýrkandi mikill enda gaman að vera brúnn og sællegur.
Þú hefur nú löngum verið dökk á hörund Anna mín en yfirleitt prúð (ef undan eru skilin fáein góð kvöld)en það gæti verið eitthvað til í þessu hjá þér.
Kannski er sólarbekkjabrúnka meira mannskemmandi en nátturleg sólarbrúnka???
Erum við ekki að tala um vatnshelt brúnkukrem í 5 lögum í þessu tilfelli?
Annars finnst mér hæfilega útitekið fólk með freknur og rjóðar kinnar alltaf lang heilbrigðast og flottast en það er bara mín skoðun.
Kv,
Jón Gunnar.
Hæ Anna.
Allt of langt síðan ég hef rekist á þig.
Ég sá tengil á þig gegnum Heiðu síðu- þú ert snilldarpenni og virkilega gaman að lesa það sem þú skrifar mín kæra ;)
Bestu kveðjur Hugrún
(www.skyjadis.blogspot.com)
Hæ Hugrún og takk fyrir það. Alltaf gaman að fá kveðjur :)
Vá margt að gerast síðan ég sá þig síðast! Til hamingju með vinnuna á bráðavaktinni! Eru læknarnir jafn sætir og í sjónvarpinu? Það er líka komið á hreint að ég kem pottþétt í brúðkaupið! wohoo!
Skrifa ummæli