þriðjudagur, apríl 03, 2007

Óboðinn gestur

Eins og það er nú gott að það er komið vor í loftið eru fylgikvillar þessa margir hvimleiðir. Pöddur. Þegar ég var að fara að sofa í gær hangir risa kónguló beint yfir rúminu mínu. Fékk vott af flogi en náði að róa mig niður og sótti ryksuguna. Yfirleitt notast ég hins vegar við ýmsan skófatnað við að murka úr greyjunum lífið en þar sem kóngulóin hékk í lausu lofti hefði verið erfitt að kremja hana. Ég ryksugaði sem sé hinn óboðna gest og kom ryksugunni fyrir í nokkurri fjarlægð því ekki vildi ég að rykug kónguló myndi vekja mig upp um nóttina. Eitthvað þótti mér þó óþægilegt að fara að sofa eftir þessa "skelfilegu" lífsreynslu og náði í heimilisköttinn til að sofa hjá mér. Hún hefur einstaklega gaman af því að veiða pöddur. Kattaróbermið vildi hins vegar ekki deila með mér fletinu svo ég var skilin eftir ein og óvarin. Lifði ég þó nóttina af þó draumfarirnar hafi ekki verið ánægjulegar.

1 ummæli:

Hrund sagði...

ég kalla þig nú bara góða að hafa losað þig við kvikindið hjálparlaust!!!!