Húrra fyrir að subbustaðurinn Pravda er brunninn til kaldra kola. Ljótt að segja þetta en ef einhver skemmtistaður þurfti að brenna var eins gott að það var viðbjóðurinn sem hýsti hvíthyskis Súpermanpartýin.
Leiðinlegra þykir mér að Kebabhúsið og annað þurfti að fylgja með, á þaðan góðar minningar af síðkvöldum. Auðvitað líka leiðinlegt að falleg, gömul hús urðu eldinum að bráð, auðvitað ekki að kenna að subbulýður kom sér fyrir í þeim.
Fannst Vilhjálmur borgarstjóri annars fyndinn í gær. Hann var þarna á slysstað íklæddur allsherjar slökkviliðsgalla. Ætli hann hafi leikið stórt hlutverk í að ráða niðurlögum eldsins, svona miðað við búnaðinn mætti ætla það.
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Oj Anna!
Þetta þykir mér nú heldur ósmekklegt. Mætti ég spyrja þig hvenær þú fórst seinast inn á Pravda? Þú mátt ekki vera svona dómhörð. Ég veit ekki hvaða hvíthyskis superman partý þú ert að vitna í en ég get alla vega sagt þér það að þó að alla vega hyski hafi stundað Pravda þá var það alls ekki allt hvítt. Held kannski að Pravda hafi verið annar staður en hann var í huga þínum.
Pravda var reyndar pínu trashleg búlla sem ég var ekki sérlega hrifin af eða stundaði sérstaklega, en... var með stóru dansgólfi og hip hop spilað á neðri hæðinni (með eurotrash tónlistina blastaða á efri hæðinni)og það mættu nú fleiri reykvískir skemmtistaðir taka sér til fyrirmyndar.
Sorry að vera að setja svona ofan í við þig. Gleðilegt sumar ;)
haha Sólrún greinilega særð. Ég skil alveg hvað þú meinar Anna en það voru líka góðir hlutir þarna, t.d man ég eftir að hafa dansað sveitt þarna við sveitta drum´n´ bass tónlist en það voru alls ekki margir staðir sem hýstu þess háttar tónlist. Held að Anna sé meira að meina hvíta hyskið sem hékk á Astró en ég held nefnilega að staðurinn hafi breyst aðeins eftir að nafninu var breytt. En þetta er þá annað skiptið sem Kebab húsið brennur! Ekki gott mál það!! Lærði að segja mitt fyrst arabíska orð þarna, erfið fæðing þó, en að lokum gat ég sagt "falafel" eins og innfædd allt Sólrúnu að þakka !! haha
Sólrún mín, ekki vil ég nú særa þig litla mín. Þú ert nú samt ekki búin að vera hér í nokkurn tíma og misst af þeirri "hámenningu" sem var í kringum svokölluð súpermanpartý en í menningarritinu Séð og heyrt sá ég hvað þar fór fram, blautbolakeppnir og annað í þeim stíl. Finnst það vera merki um hvíthyskishátt.
Vona að þeir byggi á rústunum drauma staðinn þinn þar sem þú getur stigið trylltan dans alla nóttina
Krizzy: Býst við að Sólrún hafi kennt þér danskan framburð á falafel eða hvað? Notast við hann sjálf enn þann dag í dag enda búsett í Danmörku þegar ég komst fyrst í kynni við slíka vöru
Þessi súpermanpartý voru hinn mesti viðbjóður og ég sá myndir af fullum stelpum á nærbuxunum einum saman sitjandi í fanginu á ógeðslegum strákum uppi á einhverskonar catwalk sviði á Pravda. Mér finnst að staður sem hýsi svonalagað eigi ekki skilið að vera til.
Skrifa ummæli