mánudagur, apríl 23, 2007

Alltaf fór ég suður

Þá er kominn tími til að flytja að heiman eina ferðina enn. Svo telst mér til að þetta sé í 6. skiptið sem það gerist. Alltaf virðist ég lenda aftur heima í kjallaranum hjá mömmu og pabba. Útiloka því ekki að ég muni verða komin þangað aftur áður en ég veit af.
Ég er sem sé að flytja til Reykjavíkur. Mun eyða sumrinu þar en það hef ég aldrei gert áður. Sé fyrir mér í hyllingum að hangsast á Austurvelli í sól um sumaryl. Líklegast verður þó alltaf rigning eins og svo of áður. Ég er að fara að vinna í Vesturgarði sem er þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Mun þar þjónusta íbúa þessa bæjarhluta við hin ýmsustu mál. Þægileg innivinna, og það er allt sem ég bið um. Efa það að mastersgráða mín á alþjóðastjórnmálum muni koma mér að einhverju gagni þar en get svo sem sinnt þessu þar til ég verð utanríkisráðherra. Maður verður nú að eiga fyrir salti í grautinn.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med vinnuna. Eg hef einmitt nokkrum sinnum att leid um vesturgard. Minnir ad thad hafi verid vegna leigubota. Virdist hinn notalegasti vinnustadur.

Anna Þorbjörg sagði...

Hef aldrei komið þarna og veit ekkert hvernig staður þetta er svo það er hughreystandi að heyra að þetta líti notalega út

Nafnlaus sagði...

frábært til hamingju!! Það er gott að þú hafir fengið vinnu svona miðsvæðis (í samanburði við Grafarvog og Breiðholt). Jújú þú verður að eiga fyrir mat og fínum kjólum þangað til þú ferð í stjórnmálin. Finnst samt að þú ættir að gerast stjórnmálamaður sem allra fyrst!!

Anna Þorbjörg sagði...

Er með ógeð á innanlandsstjórnmálum, fæ hroll þegar ég heyri frambjóðendur ræða þau gjammandi hver ofan í annan. Langar voða lítið að fara í þennan pakka satt að segja. En hver veit, kannski einhvern tíma!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna. Notarðu svo ekki bara tímann eftir að þú flytur til að mjaka þér í átt að starfi tengdu náminu? Alla vega meiri möguleikar á því í RVK heldur en á Akureyri.

Laufey sagði...

Sumarnætur í Reykjavík geta nú verid afar skemmtilegar finnst mér amk. Til hamingju med vinnuna og gangi thér vel med flutninga. Væntanlega sjáumst vid eitthvad í sumar..

Nafnlaus sagði...

Já það er aldrei að vita nema ég skelli mér í svona ,,húsmæðraorlof" til þín aftur ;) lukkaðist svo helvíti vel síðast ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med vinnuna! Frabært!
Rosa gaman ad thu verdir fyrir sunnan i sumar, en hversu lengi verdur thu i DK?

Anna Þorbjörg sagði...

Takk fyrir það Fjóla spóla! Verð bara í DK í 5 daga, frá 12. júlí til 17. Svo ég mun hitta þig í Reykjavík þegar þú verður þar :)

Agla mín, endilega komdu einhvern tíma í húsmæðraorlof, ykkur veitir ekkert af smá fríi ykkur húsmæðrum annað slagið