sunnudagur, febrúar 25, 2007

Um helgina hef ég...

-Keyrt foreldra mína í partý og farið síðan heim sjálf og horft á sjónvarpið
-Leikið við Dódó (heimilisköttinn) með jólakúlu
-Keypt mér sundgleraugu og synt með þau og séð eftir að hafa keypt þau því þá sér maður svo vel hvað laugin er subbó
-Farið á Karólínu með litla bró
-Náð ágætis tökum á smells like og æft mig á byrjuninni á Boys don´t cry með Cure. Er enn sjúklega léleg en komin með sigg framan á puttana. Rokk og ról!
-Spilað Popp punkt við Egil og unnið.
-Spilað Popp punkt við sama Egil og tapað
-Farið aftur og Karólínu, ein (og er þar enn!)
-Pirrað mig á því að á Karólínu er stór flatskjár og nú er einhver fótboltaleikur og því einhver sportidjót hér
-Farið í Hagkaup og keypt mér bland í poka á 50% afslætti (tvímælalaust hápunktur helgarinnar)
-Verið kölluð ónytjungur sökum atvinnuleysis míns (af örverpinu í fjölskyldunni)
-Horft á fjölskyldumynd á Rúv með góðan boðskap; partýjast vont, fjölskyldulíf gott
-Tekið ákvörðun að fara í brúðkaup til Danmerkur í júlí

Hver segir svo að það sé ekki nóg að gerast á Akureyri?

7 ummæli:

Stínfríður sagði...

Hæ Anna! Gaman að þú hefur það gott á Akureyri! Ég er komin heim en hef varla náð að vera heima hjá mér enn þá, hvað þá að skrifa inn ferðasögu stínfríðar. Heyrumst þegar róast.

Stínfríður sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

sannarlega viðburðarík helgi!!! ;)

Nafnlaus sagði...

Tú hefur nóg ad gera sé ég,hvad med ad bæta vid heimsókn í hesthúsid og
slengja sér á bak,tar sem tú ert svona gód ad leika tér vid dýrin.
Hver er ad fara ad gifta sig????
Akuryri er nafli heims...
Hvad medad fara ad skrifa pistla í blød,tú er gott eefni í tad,allavega ad dæma eftir p´skrifum tínum á tessum sídum undanfarid ár.........

Nafnlaus sagði...

hvað myndiru stoppa lengi hérna í Danmörku? Væri séns á að hittast?

Unknown sagði...

góður pistill!Madur er greinilega ad missa af miklu ad vera ekki staddur a Akureyri ;o)
en thad er allt ad gerast i Oslo lika:
Um helgina:
For eg a tonleika med Mari Boine
Bakadi beztu brownie sem eg hef smakkad
Keypti mer eldfast form og bjo til lasanja
Drakk rosa gott hvitvin og glapti
Nytt paa Nytt...
hekk i tölvunni og for i sturtu..

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis.... Ég er sammála frænku þinni, þú ættir að skella þér á hestbak og ekki síst fara að skrifa í blöðin!!! Það væri náttlega kjörið fyrir þig. Eitthvað sem gæti kallast norðlenskir molar Önnu í fréttablaðinu. Ég held þú ættir að stinga því að fréttablaðinu, ég er viss um að það myndi slá í gegn. Þú ert svo góður penni

Annars var mín helgi harla ólík , ég fór í multiculti danstíma, horfði á american ædol, fór á contemporary african dance workshop með móður þessa dansstíls sem öskraði á okkur (atvinnudansarana nb) á frönsku ef okkur tókst ekki að mynda röð eftir hæð nógu hratt, fór í party og endaði með því að gista þar í rúmi með 3 öðrum (huggulegt). Fór út að borða með systur minni og svo að hitta nyja bojtojið. Lærði því miður ekki staf en samt sem áður afkastamikil ha?