föstudagur, febrúar 23, 2007

Atvinnuleysingjafundur

Var að koma af atvinnuleysingjafundi sem er skylda fyrir þá sem vilja krunka út einhverjar bætur. Ég er svo fordómafull að ég bjóst við að ég yrði eina manneskjan sem ekki væri eins og róni til fara en svo voru hinir atvinnuleysingjarnir bara venjulegt fólk. Merkilegt alveg hreint!
Kvennsan sem hélt fundin var svona týpísk miðaldra gribba sem bunaði út úr sér staðreyndum um atvinnuleysisbætur og horfði á okkur hornauga. Einhver kollegi minn (sem sé atvinnuleysingi) opnaði dyrnar þegar um 10 mínútur voru liðnar af fundinum og hún hreytti í hann að fundurinn væri langt kominn og hann gæti bara komið næsta. Greyið hrökklaðist því í burtu. Var skikkað að koma á fund atvinnuráðgjafa þann 15. mars en ég vona nú að þá verði ég komin í einhverja vinnu þá. Segi svo sem ekki að það sé eitthvað agalegt að vera atvinnulaus svona þegar maður býr og étur frítt hjá pabba og mömmu. Frekar ljúft líf alveg hreint. En það er víst föstudagur (þó hjá mér séu allir dagar frídagar þannig að það breytir nú litlu), en ég óska ykkur alla vega góðrar helgar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tad er svo merkilegt vid tad ad
sumt af tessu fólki sem vinnur vid
atvinnuleysisbætur heldur ad tad sé
langt yfir adra halna.Man er ég fór á fund er ég var ný flutt til Odence,yá fannst mér vera talad nidur til manns og vantadi bara vísifingur á loft.Ég er en á sjúkradagpeningum og lýdur mér ekki of vel,fýla stundum ad ég sé med vondasamvisku og sé ad gera eithvad af mér......Tó borga ég yfir 10.000 isl á mánudi til verkalídsfélags svo ad ég geti nokkurn vegin verid trygd ef eithvad kemur upp á,,,,,,,,svona er kerfid og fólkid bara...
En ætladi bara ad láta tig vita ad Emelie Egils er komin med síd á barnaland og tér er velkomid ad kíkka,,,,,,,,