Held ég byrji á því að svara þeim spurningum sem komu fram í athugasemdunum frá síðustu færslu.
-María Larsen
* Hef keyrt kallinn nokkrum sinnum upp í hús og klappað gripunum. Er svo mikil skræfa að ég þori ekkert á bak, og svo er Skolur heldur ekkert til taks, sem er það eina sem ég myndi mögulega þora að hætta mér á.
* Dís vinkona mín er að fara að giftast sínum danska manni. Hún hefur greinilega ekki hlustað á ráðleggingar þínar sem þú eitt sinn gafst mér; aldrei að giftast útlendingi!
* Skrifa í blöð, tja, veit ei hvað ég ætti að hafa merkilegt að segja. Þakka þó hólið.
-Kristrún (sem greinilega hundsar einnig ráðleggingar frænku minnar um að leggja lag sitt við erlenda menn)
* Enn allt óljóst hvernig Danmerkur ferðin fer fram. Er jafnvel að gæla við að fara á Hróarskeldu sem er helgi fyrir brúðkaupið en veit svo sem ekki hvort það er raunhæft sökum atvinnuleysis.
-Lóló og Sólrún (sem báðar eruð í þeim erlendu einnig, hvers lags vini á maður eiginlega???)
* Takk fyrir skemmtileg komment, gaman að heyra hvað þið gerið um helgar í útlöndunum.
fimmtudagur, mars 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli