-Keyrt foreldra mína í partý og farið síðan heim sjálf og horft á sjónvarpið
-Leikið við Dódó (heimilisköttinn) með jólakúlu
-Keypt mér sundgleraugu og synt með þau og séð eftir að hafa keypt þau því þá sér maður svo vel hvað laugin er subbó
-Farið á Karólínu með litla bró
-Náð ágætis tökum á smells like og æft mig á byrjuninni á Boys don´t cry með Cure. Er enn sjúklega léleg en komin með sigg framan á puttana. Rokk og ról!
-Spilað Popp punkt við Egil og unnið.
-Spilað Popp punkt við sama Egil og tapað
-Farið aftur og Karólínu, ein (og er þar enn!)
-Pirrað mig á því að á Karólínu er stór flatskjár og nú er einhver fótboltaleikur og því einhver sportidjót hér
-Farið í Hagkaup og keypt mér bland í poka á 50% afslætti (tvímælalaust hápunktur helgarinnar)
-Verið kölluð ónytjungur sökum atvinnuleysis míns (af örverpinu í fjölskyldunni)
-Horft á fjölskyldumynd á Rúv með góðan boðskap; partýjast vont, fjölskyldulíf gott
-Tekið ákvörðun að fara í brúðkaup til Danmerkur í júlí
Hver segir svo að það sé ekki nóg að gerast á Akureyri?
sunnudagur, febrúar 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hæ Anna! Gaman að þú hefur það gott á Akureyri! Ég er komin heim en hef varla náð að vera heima hjá mér enn þá, hvað þá að skrifa inn ferðasögu stínfríðar. Heyrumst þegar róast.
sannarlega viðburðarík helgi!!! ;)
Tú hefur nóg ad gera sé ég,hvad med ad bæta vid heimsókn í hesthúsid og
slengja sér á bak,tar sem tú ert svona gód ad leika tér vid dýrin.
Hver er ad fara ad gifta sig????
Akuryri er nafli heims...
Hvad medad fara ad skrifa pistla í blød,tú er gott eefni í tad,allavega ad dæma eftir p´skrifum tínum á tessum sídum undanfarid ár.........
hvað myndiru stoppa lengi hérna í Danmörku? Væri séns á að hittast?
góður pistill!Madur er greinilega ad missa af miklu ad vera ekki staddur a Akureyri ;o)
en thad er allt ad gerast i Oslo lika:
Um helgina:
For eg a tonleika med Mari Boine
Bakadi beztu brownie sem eg hef smakkad
Keypti mer eldfast form og bjo til lasanja
Drakk rosa gott hvitvin og glapti
Nytt paa Nytt...
hekk i tölvunni og for i sturtu..
Það er aldeilis.... Ég er sammála frænku þinni, þú ættir að skella þér á hestbak og ekki síst fara að skrifa í blöðin!!! Það væri náttlega kjörið fyrir þig. Eitthvað sem gæti kallast norðlenskir molar Önnu í fréttablaðinu. Ég held þú ættir að stinga því að fréttablaðinu, ég er viss um að það myndi slá í gegn. Þú ert svo góður penni
Annars var mín helgi harla ólík , ég fór í multiculti danstíma, horfði á american ædol, fór á contemporary african dance workshop með móður þessa dansstíls sem öskraði á okkur (atvinnudansarana nb) á frönsku ef okkur tókst ekki að mynda röð eftir hæð nógu hratt, fór í party og endaði með því að gista þar í rúmi með 3 öðrum (huggulegt). Fór út að borða með systur minni og svo að hitta nyja bojtojið. Lærði því miður ekki staf en samt sem áður afkastamikil ha?
Skrifa ummæli