Sídasti dagurinn í vinnunni brátt lidinn. Búin ad hafa kvedju "fika" (kaffipásu) og fékk gódar kvedjur frá vinnufélögunum. Er bara sátt ad vera ad haetta hér thó thetta hafi verid fínn tími.
Leidinlega konan var ód í ad fá íslenska símanúmerid mitt svo hún gaeti heimsótt mig ef hún kaemi til Íslands eins og hún er ad hugsa um ad gera. Hvad getur madur sagt. Ad madur vilji ekki gefa henni númerid? Er nú ekki thad mikill ruddi. En langar nú samt lítid til ad fá hana í kaffi í Austurbyggdina og hlusta á hana tala út í eitt. Úff, thvílík tilhugsun.
Svo er bara ad fara heim og thrífa íbúdina. Thad verdur nú aldeilis skemmtilegt!
miðvikudagur, janúar 31, 2007
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Útflutningspartý og pirringur
Gott var útflutningspartýið á laugardaginn og hefur eflaust farið endalaust í taugarnar á grannanum á neðri hæðinni. Haha! Mikið af góðu fólki mætti en eins og ég á til þegar á partýstandi stendur, lét ég mig hverfa úr miðju partýi. Það kemur fyrir þegar áfengi er haft um hönd, að skyndilega hellist yfir mig einhvers konar pirringur hvað það er í rauninni heimskulegt og tilgangslaust að vera ölvaður, og þá langar mig ekki að tala við neinn, því allir eru fullir og pirrandi, og læt mig hverfa án þess að segja neinum frá því. Hef t.d. stundum reynt að ná jakkanum mínum laumulega undan rössum vinkvenna minna á skemmtistöðum þegar ég nenni ekki að kveðja þær og vill komast óséð heim. Gerði þetta í Uppsala í tíma og ótíma, og í byrjun varð fólk áhyggjufullt og hringdi í mig, en þar sem ég var pirruð svaraði ég ekki í símann. Frekar ömurleg, ég veit. Svo lærði fólk á þetta smám saman að ég bara hverf.
Alla vega, kom þessi ákveðni pirringur yfir mig á laugardaginn og fór ég þá bara inn í rúm að sofa í miðju partýi án þess að kveðja neinn, sem er frekar dónalegt af mér þar sem suma mun ég ekkert hitta aftur áður en ég fer heim.
Það versta er samt þó að ég missti af unglingavinum okkar. Þeir komu með 3 aðra unglinga með sér, m.a.s. eina 17 ára og Aysu varð ein að hafa ofan af fyrir krakkagreyjunum. Held að hinum gestunum hafi þótt frekar súrealískt að sjá allt í einu unglingagengi í miðju partýinu. Krakkarnir stoppuðu þó stutt við og héldu heim á leið. Er samt ótrúlega fúl að hafa misst af þeim, þó ekki væri nema að sjá viðbrögð hinna gestana við komu þeirra.
Er annars að fara á kaffihús núna til að hitta Lauru svona í síðasta skiptið, í bili alla vega.
Alla vega, kom þessi ákveðni pirringur yfir mig á laugardaginn og fór ég þá bara inn í rúm að sofa í miðju partýi án þess að kveðja neinn, sem er frekar dónalegt af mér þar sem suma mun ég ekkert hitta aftur áður en ég fer heim.
Það versta er samt þó að ég missti af unglingavinum okkar. Þeir komu með 3 aðra unglinga með sér, m.a.s. eina 17 ára og Aysu varð ein að hafa ofan af fyrir krakkagreyjunum. Held að hinum gestunum hafi þótt frekar súrealískt að sjá allt í einu unglingagengi í miðju partýinu. Krakkarnir stoppuðu þó stutt við og héldu heim á leið. Er samt ótrúlega fúl að hafa misst af þeim, þó ekki væri nema að sjá viðbrögð hinna gestana við komu þeirra.
Er annars að fara á kaffihús núna til að hitta Lauru svona í síðasta skiptið, í bili alla vega.
laugardagur, janúar 27, 2007
Barnapartý
Ég og Aysu fórum út á lífið í gær. Afar skemmtilegt kvöld og ólíkt flestum öðrum. Fórum á skemmtilegan stað og sátum þar við blaður og drykkju þar til lokað var klukkan 1. Okkur var bennt á góðan stað sem væri opinn lengur og við ætluðum að skunda þangað. Þá sér Aysu 2 unga pilta sitja í bíl fyrir utan staðinn sem við komum út af. Hún vindur sér að þeim og biður þá að skutla okkur sem þeir taka vel í. Kemur á daginn að þeir eru 19 ára. Ég laug auðvitað að ég væri 25 ára og Aysu hélt kjafti um aldur sinn. Töluðum piltana á að koma með okkur og reyndum svo að komast inn á þennan stað + nokkra aðra en hvergi var strákgreyjunum hleypt inn sökum aldurs. Jafnvel þó þeir hafi verið í fylgd með fullorðnum. Það endaði því að við buðum þeim heim til okkar þar sem þar er ekkert aldurstakmark og þar sátum við langt fram á morgun og drukkum kaffi og borðuðum piparkökur. Spes!
Hér eru nýju barnungu vinir okkar þeir Matthias og Cliff. Matthias er með hatt sem mamma hans gaf honum í jólagjöf. Krúttlegt eða hvað!
Fyrir ykkur hafið sýktan hugsunarhátt og haldið að eitthvað ósæmilegt hafi átt sér stað milli kellingana og barnana get ég fullvissað ykkur um að ekki var um neitt slíkt að ræða.
Við höldum svo útflutningspartý í kvöld og buðum að sjálfsögðu piltunum en veit ekki alveg hvort þeir þora að koma í svona fullorðinspartý. Veit ekki heldur alveg hvernig þeir myndu passa inn en ég vona að þeir komi svona til að krydda aðeins partýið og láta okkur líða ungum á ný! Þess má geta að þegar ég loks gaf þeim um að ég væri fædd 1979 sagði annar þeirra, "vá ertu þá 38 ára!" Veit ekki alveg hvort það sé verra að hann trúi virkilega að ég gæti verið næstum fertug eða að sænsk æska sé svona agalega léleg í stærðfræði.
Hér eru nýju barnungu vinir okkar þeir Matthias og Cliff. Matthias er með hatt sem mamma hans gaf honum í jólagjöf. Krúttlegt eða hvað!
Fyrir ykkur hafið sýktan hugsunarhátt og haldið að eitthvað ósæmilegt hafi átt sér stað milli kellingana og barnana get ég fullvissað ykkur um að ekki var um neitt slíkt að ræða.
Við höldum svo útflutningspartý í kvöld og buðum að sjálfsögðu piltunum en veit ekki alveg hvort þeir þora að koma í svona fullorðinspartý. Veit ekki heldur alveg hvernig þeir myndu passa inn en ég vona að þeir komi svona til að krydda aðeins partýið og láta okkur líða ungum á ný! Þess má geta að þegar ég loks gaf þeim um að ég væri fædd 1979 sagði annar þeirra, "vá ertu þá 38 ára!" Veit ekki alveg hvort það sé verra að hann trúi virkilega að ég gæti verið næstum fertug eða að sænsk æska sé svona agalega léleg í stærðfræði.
föstudagur, janúar 26, 2007
Listi 2
Thad goda vid ad flytja til Íslands
-Fjölskyldan eins og hun leggur sig. Ekki thad ad aldrei gaeti pirrings en thad goda vegur upp a moti honum
-Vinirnir gömlu gódu. Reyndar er meirihluti theirra busettur i utlöndum en nokkrar hraedur ma tho enn finna a landinu. Tho enginn a Akureyri :(
-Númi og Dódó (heimilisdýrin, tho thau kannski falli undir fjölskyldu)
-Hafa fjöll allt um kring
-Thurfa aldrei ad sleppa thvi ad segja eitthvad bara af thvi madur veit ekki hvernig a ad segja thad
-Geta verid fyndin. A utlensku er afar erfitt ad vera fyndin thar sem mikid af glensi felst i thvi ad snua ut ur ymsum ordum og nota ord sem eru hallaerisleg og thvi fyndin ef notud rett. Sliku er afar erfitt ad na a utlensku.
-Villast aldrei thegar madur fer i labbitúr (truid mer, thad hefur oft gerst fyrir mig her)
-Ad lída eins og madur se heima :)
-Fjölskyldan eins og hun leggur sig. Ekki thad ad aldrei gaeti pirrings en thad goda vegur upp a moti honum
-Vinirnir gömlu gódu. Reyndar er meirihluti theirra busettur i utlöndum en nokkrar hraedur ma tho enn finna a landinu. Tho enginn a Akureyri :(
-Númi og Dódó (heimilisdýrin, tho thau kannski falli undir fjölskyldu)
-Hafa fjöll allt um kring
-Thurfa aldrei ad sleppa thvi ad segja eitthvad bara af thvi madur veit ekki hvernig a ad segja thad
-Geta verid fyndin. A utlensku er afar erfitt ad vera fyndin thar sem mikid af glensi felst i thvi ad snua ut ur ymsum ordum og nota ord sem eru hallaerisleg og thvi fyndin ef notud rett. Sliku er afar erfitt ad na a utlensku.
-Villast aldrei thegar madur fer i labbitúr (truid mer, thad hefur oft gerst fyrir mig her)
-Ad lída eins og madur se heima :)
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Listinn
Blogger er bilaður svo ekki er hægt að setja inn myndir. Fúlt þar sem ég var búin að finna þessar líka fínu myndskreitingar við færsluna. Ákvað að gera smá lista þar sem ég stend nú á þeim tímamótum að yfirgefa Svíþjóð eftir að hafa búið hér í tæpt 1 1/2 ár.
Hvers mun ég sakna:
-Að tala sænsku
-Að fara í göngutúr um Stokkhólm og alltaf getað fundið eitthvað nýtt
-Vinana minna, sérstaklega Aysu (eins gott að hinir hvorki lesi né skilji þetta)
-Kexchoklad
-H&M
-Trjánna
-Alvöru sumars
-Logns (þegar það er ekki logn hrópa Svíarnir upp yfir sig "stormur, stormur" og allt verður vitlaust
-Að allir segi "hej" við mann
-Kaffihúsana og barana sem ég enn eftir að prófa
-Second hand búðana sem ég nýbúin að uppgötva
-Að getað skroppið til annarra útlanda án þess að það kosti aleiguna
-Allra hjólastígana
Hvers mun ég ekki sakna
-Að tala dönsku (þeir sem ekki fylgjast vel með, þá tala ég mikið dönsku í vinnunni)
-Að troðast í neðanjarðarlestinni
-Metrósexúal karlmanna
-Netto (subbubúlla)
-Að vera klukkatíma að komast til vinnu og annan klukkutíma að komast frá
-Endalausum seinkunum á lestum sem veldur því að maður stendur og bíður í kuldanum
-Að standa í röð til að komast í hraðbanka (alltaf)
-Að pirra mig yfir sambýlingum mínum þegar þeir gera ekki hlutina nákvæmlega eins og ég vil
-Herbergisins míns þar sem allt heyrist úr sambýlingsins herbergi og öfugt að sjálfsögðu
-Ömurlegra sjónvarpsstöðva
-Nágrannans á neðri hæðinni
-Subbulega þvottahússins í kjallaranum
-Paddana í íbúðinni okkar
-Leiðinlegu konunar í vinnunni
Mér telst svo til að fleira sé neikvætt en jákvætt svo niðurstaðan hlýtur því að vera sú að þetta er hárrétt ákvörðun hjá mér að yfirgefa þetta land.
Hvers mun ég sakna:
-Að tala sænsku
-Að fara í göngutúr um Stokkhólm og alltaf getað fundið eitthvað nýtt
-Vinana minna, sérstaklega Aysu (eins gott að hinir hvorki lesi né skilji þetta)
-Kexchoklad
-H&M
-Trjánna
-Alvöru sumars
-Logns (þegar það er ekki logn hrópa Svíarnir upp yfir sig "stormur, stormur" og allt verður vitlaust
-Að allir segi "hej" við mann
-Kaffihúsana og barana sem ég enn eftir að prófa
-Second hand búðana sem ég nýbúin að uppgötva
-Að getað skroppið til annarra útlanda án þess að það kosti aleiguna
-Allra hjólastígana
Hvers mun ég ekki sakna
-Að tala dönsku (þeir sem ekki fylgjast vel með, þá tala ég mikið dönsku í vinnunni)
-Að troðast í neðanjarðarlestinni
-Metrósexúal karlmanna
-Netto (subbubúlla)
-Að vera klukkatíma að komast til vinnu og annan klukkutíma að komast frá
-Endalausum seinkunum á lestum sem veldur því að maður stendur og bíður í kuldanum
-Að standa í röð til að komast í hraðbanka (alltaf)
-Að pirra mig yfir sambýlingum mínum þegar þeir gera ekki hlutina nákvæmlega eins og ég vil
-Herbergisins míns þar sem allt heyrist úr sambýlingsins herbergi og öfugt að sjálfsögðu
-Ömurlegra sjónvarpsstöðva
-Nágrannans á neðri hæðinni
-Subbulega þvottahússins í kjallaranum
-Paddana í íbúðinni okkar
-Leiðinlegu konunar í vinnunni
Mér telst svo til að fleira sé neikvætt en jákvætt svo niðurstaðan hlýtur því að vera sú að þetta er hárrétt ákvörðun hjá mér að yfirgefa þetta land.
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Kjaftakelling
Verd adeins ad deila med ykkur sma pirring sem er ad hrja mig thessa stundina. Veit ei hvort thid minnist thess ad eg hafi minnst af fremur leidinlega konu sem eg vinn med. En hun er alla vega ein theirra sem getur talad og talad og talad tho augljost se ad folk nennir ekki ad hlusta. Oft thegar madur er frekar stressadur ad reyna ad vinna eins hratt og madur getur, byrjar hun ad babla um eitthvad sem madur hefur engan ahuga a, t.d. hvad hun er haefileikarik (i alvöru, hun var ad grobba sig hvad hun hefdi alltaf fengid godar einkunnir i skola) eda um börnin sina eda bara um eitthvad ut i loftid. Nu var hun ad koma fra laekni sem segir hana hafa einhverja bolgu a raddböndunum og aetti thvi ad reyna ad tala sem minnst. Nu er hun ad vorkenna ser agalega yfir ad thurfa ad svara i simann her (sem er hennar adalstarf). Thad sem hun svarar vinnutengdum samtölum er adeins litid brotabrot af thvi sem hun notar röddina i her i vinnunni.
Ohhhhh, ég er svo pirr!
Ohhhhh, ég er svo pirr!
mánudagur, janúar 22, 2007
Samskip
Þar sem ég var svo "heppin" að það var keyrt á mig seinasta sumar og hjólið mitt eyðilagðist og fékk ég glænýtt glæsihjól í staðinn, finnst mér ómögulegt að skilja gripinn eftir hér. Ég hef því ákveðið að nota mér þjónustu Samskipa til að ferja gripinn til Íslands sem og nokkra fataleppa. Fyrir þetta greyði ég nánast annað nýrað. Sérlega finnst mér þetta hvimleitt þar sem ég sá í fréttum í gær að Elton John hafði spilað í afmæli forstjóra fyrirtækisins fyrir litlar 80 miljónir. Finnst það mætti því alveg hafa sendingagjaldið aðeins lægra þar sem fyrirtækið er greinilega að græða svona helvíti mikið.
En ef maður ætti svona mikla peninga, myndir maður ekki fá einhvern aðeins skárri en Elton John? Kommon, ELTON JOHN!
En ef maður ætti svona mikla peninga, myndir maður ekki fá einhvern aðeins skárri en Elton John? Kommon, ELTON JOHN!
laugardagur, janúar 20, 2007
Laugardagur
Gaman að heyra að fólk er almennt sátt við ákvörðun mína um Íslandsflutninga. Finnst gott að heyra jákvæðni svona þegar ég er ekki alveg viss sjálf hvað í andskotanum ég er að gera. Er annars byrjuð að undirbúa flutninga. Var að kaupa mér ferðatösku og svo svona plasttöskur einhverjar til að senda dótið mitt með pósti. Djöful á ég mikið af drasli. Tók með mér fullt af meira dóti eftir jólafrí sem ég hefði nú betur átt að láta ógert þar sem nú þarf ég bara að borga undir það heim aftur án þess að hafa svo mikið sem notað sumt af því. Fór í H&M í gær og bætti enn í safnið þar sem mér finnst ég þurfi að nota síðasta sénsinn til að versla áður en ég kem til okur Íslands.
Annars er loksins kominn vetur í Stokkhólmi, snjókoma og kuldi. Gott að fá aðeins aðlögun áður en ég kem til Íslands þar sem mér skilst að sé fimbulkuldi. Er að fara að hitta Lauru vinkonu mína til að glápa á video en er ekki alveg að nenna út í fannfergið. En ætla að bíta á jaxlinn og drífa mig út.
Eigið gott laugardagskveld.
Annars er loksins kominn vetur í Stokkhólmi, snjókoma og kuldi. Gott að fá aðeins aðlögun áður en ég kem til Íslands þar sem mér skilst að sé fimbulkuldi. Er að fara að hitta Lauru vinkonu mína til að glápa á video en er ekki alveg að nenna út í fannfergið. En ætla að bíta á jaxlinn og drífa mig út.
Eigið gott laugardagskveld.
föstudagur, janúar 19, 2007
Planid
Ég var ad enda vid ad kaupa mer flugmida heim. Kem föstudaginn 2. februar en thad eru einmitt mamma og litlu grislingarnir i Reykjavik svo eg mun byrja a quality time med familíunni i stórborginni Reykjavik.
Ég veit ekkert hvad eg er ad fara ad gera heima en thad reddast einhvern veginn. Ákvad thetta skyndilega i fyrrakvöld og thegar eg bít eitthvad i mig er ekkert aftur snuid og hlutirnir gerast hratt. Sagdi upp vinnunni i gaer en vinn ut janúar. Ég ákvad ad eg nennti ekki ad flytja nuna innan Stokkholms og svo aftur til Islands i sumar eda haust. Best bara ad drifa thetta af. Planid er einhvern veginn svona;
Flytja i kjallaraholuna i Austurbyggd 6, finna vinnu, hafa gaman med fjölskyldunni, safna pening og svo flytja sudur i haust, kaupa thar ibud og lifa hamingjusöm til aeviloka.
Já, svona er thetta. Og eg er afskaplega glöd af vera buin ad taka thessa akvördun. Langadi ekkert ad fara ut eftir jolafri svo eg held ad eg aetti bara ad halda mig a Islandi. Thar er nu alltaf best ad vera!
Ég veit ekkert hvad eg er ad fara ad gera heima en thad reddast einhvern veginn. Ákvad thetta skyndilega i fyrrakvöld og thegar eg bít eitthvad i mig er ekkert aftur snuid og hlutirnir gerast hratt. Sagdi upp vinnunni i gaer en vinn ut janúar. Ég ákvad ad eg nennti ekki ad flytja nuna innan Stokkholms og svo aftur til Islands i sumar eda haust. Best bara ad drifa thetta af. Planid er einhvern veginn svona;
Flytja i kjallaraholuna i Austurbyggd 6, finna vinnu, hafa gaman med fjölskyldunni, safna pening og svo flytja sudur i haust, kaupa thar ibud og lifa hamingjusöm til aeviloka.
Já, svona er thetta. Og eg er afskaplega glöd af vera buin ad taka thessa akvördun. Langadi ekkert ad fara ut eftir jolafri svo eg held ad eg aetti bara ad halda mig a Islandi. Thar er nu alltaf best ad vera!
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Heim
Dömur mínar og herrar!
Big sittí laef minu er brátt lokid og vidtekur aesispennandi líf í heimsborginni Akureyri
Já, ég er á leidinni heim
Fyrir fullt of allt
Big sittí laef minu er brátt lokid og vidtekur aesispennandi líf í heimsborginni Akureyri
Já, ég er á leidinni heim
Fyrir fullt of allt
mánudagur, janúar 15, 2007
Upis heimsókn
Nú er hinni miklu endurfundahelgi lokið. Fengum í heimsókn Tobias, Svíi sem býr í Bandaríkjunum, Keit frá Eistlandi, Alec frá Englandi, Martina hina tékknesku sem býr enn í Uppsala og svo kom Jóakim sem býr hérna í Stokkhólmi eina kvöldstund. Að ónefndum okkur Aysu.
Mikið var nú gaman að hitta alla aftur. Við áttum gott heimapartý á fimmtudagskvöldinu fram eftir allri nóttu sem varð til þess að ég skrópaði í vinnuna daginn eftir. Úbs! En skráði mig nú veika og ég var nú eiginlega veik þó veikindin hefðu verið sjálfsköpuð. Það er ekki eins og maður sé næstum þrítugur eða hvað...
Hér að ofan má einmitt sjá hve huggó stemning var á fimmtudagsnóttinni.
Endurfundir að sjálfsögðu skipulagðir sem fyrst aftur.
Alec er hérna enn þá en hann er á fullu inni í eldhúsi að elda handa mér súpu. Ekki amalegt það að hafa svona heimavinnandi heimilisföður.
Mikið var nú gaman að hitta alla aftur. Við áttum gott heimapartý á fimmtudagskvöldinu fram eftir allri nóttu sem varð til þess að ég skrópaði í vinnuna daginn eftir. Úbs! En skráði mig nú veika og ég var nú eiginlega veik þó veikindin hefðu verið sjálfsköpuð. Það er ekki eins og maður sé næstum þrítugur eða hvað...
Hér að ofan má einmitt sjá hve huggó stemning var á fimmtudagsnóttinni.
Endurfundir að sjálfsögðu skipulagðir sem fyrst aftur.
Alec er hérna enn þá en hann er á fullu inni í eldhúsi að elda handa mér súpu. Ekki amalegt það að hafa svona heimavinnandi heimilisföður.
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Húsnæðisvesen
Nú er illt í efni! Konan sem leigir okkur fékk bréf í gær frá ríkinu um að hún hafði verið að leigja okkur ólöglega (hún tilkynnti fyrir um okkur í nóvember) og hún missi því leiguréttinn á íbúðinni. Við leigjum sko svona í andra hand af henni, svolítið annað kerfi á þessu en við eigum að venjast. Alla vega þá lítur allt út fyrir að við þurfum að flytja á næstu vikum. Frekar ömurlegt enda er alltaf erfitt að finna húsnæði hér sem og víða annars staðar. Þannig að ef svo skemmtilega vildi til að einhver sem þetta les veit um íbúð í Stokkhólmi fyrir 3 stúlkukindur mætti sá hinn sami gjarnan láta mig vita af því.
Arg.....Hata að flytja
Arg.....Hata að flytja
Póstkort
Thegar eg kom heim eftir vinnu i gaer la thar postkort fra Uppsala. Thetta kort var stilad a mig og thar stod "Hälsningar från Gretha" med afar skjalfhentri rithönd. Thannig er mal med vexti ad thegar eg vann i heimaadhlynningunni i Uppsala eignadist eg nokkur upphahöld thar a medal Grethu sem er naestum 100 ara. Eg skrifadi henni postkort i september en bjost nu ekki vid ad hun myndi senda mer tilbaka enda getur hun varla beitt penna lengur. Afskaplega gladdi thetta mig ad hun bara myndi enn tha eftir mer. Fekk tar i augun og allt. Svona er madur vidkvaemur ordinn. Mun ad sjalfsögdu svara Grethu gömlu um hael.
mánudagur, janúar 08, 2007
Jólin búin
Tími kominn á smá blogg segiði. Er komin aftur til Stokkhólms eftir allt of fáa daga heima á Íslandinu. Er ekki enn orðin sátt að vera komin aftur út, gef þessu nokkra daga í viðbót, og svo hætti ég þessum aumingjaskap. Nenni ekkert að skrifa núna að ráði, set bara nokkrar jólamyndir. Hér að ofan má sjá hott beibið hana systur mína working it for the cameras
Mútta, Egill og Dódó
Ein klassísk við jólatréð
Heimilisdýrin
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn hún hálfdanska Emilie. Vil afsaka sjúskið á sjálfri mér með því að segja frá því að þarna var ég með um 39 stiga hita. Gaman að koma heim og verða veikur, en þá hefur maður alla vega heila fjölskyldu til að vorkenna sér, svo ekki er hægt að kvarta að ráði
Fólk má giska hver þetta er. Ekki hefur þessi afsökun um veikindi fyrir útganginn á sér
Afi gamli að hlusta á eitthvað stórgott ábyggilega
Jobbi litli komin úr að neðan á nýjársnótt með hor í nös. En samt sætur.
Og Svala litla sæt og prúð
Svo kom hún Elma litla með mér út og var með mér nokkra daga en fór í gær. Get afsakað bloggletina með því. Maður á ekkert að vera að hanga í tölvunni þegar maður er með gesti.
Nenni ekki meir, skrifa meira síðar
Mútta, Egill og Dódó
Ein klassísk við jólatréð
Heimilisdýrin
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn hún hálfdanska Emilie. Vil afsaka sjúskið á sjálfri mér með því að segja frá því að þarna var ég með um 39 stiga hita. Gaman að koma heim og verða veikur, en þá hefur maður alla vega heila fjölskyldu til að vorkenna sér, svo ekki er hægt að kvarta að ráði
Fólk má giska hver þetta er. Ekki hefur þessi afsökun um veikindi fyrir útganginn á sér
Afi gamli að hlusta á eitthvað stórgott ábyggilega
Jobbi litli komin úr að neðan á nýjársnótt með hor í nös. En samt sætur.
Og Svala litla sæt og prúð
Svo kom hún Elma litla með mér út og var með mér nokkra daga en fór í gær. Get afsakað bloggletina með því. Maður á ekkert að vera að hanga í tölvunni þegar maður er með gesti.
Nenni ekki meir, skrifa meira síðar
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)