þriðjudagur, október 24, 2006

Væmið blogg

Vildi síðan þakka fyrir allar kveðjurnar, pakkana og símtölin sem ég fékk vegna þess merka áfanga að verða 27 ára! Oft finnst mér ég vera ein og yfirgefin í útlöndum og allir hafi löngu gleymt mér, en svo virðist nú ekki vera. Gott að vita. Takk, takk....

Reyndar má geta þess að sumar gjafirnar hafi valdið nokkrum óskunda. Ákveðin frænka mér gaf mér fínheitis snapsa sem ullu því að helmingur veislugesta minna á laugardaginn áttu erfitt með að halda honum sem og öðrum veitingum inni. Ekki skal þess getið hvort undirrituð hafi verið ein af þessum.

8 ummæli:

Anna Þorbjörg sagði...

Takk Hrund min!
Bloggid thitt neitar ad leyfa mer ad kommenta, hef reynt margoft. Svo eg oska ther bara til hamingju med utskriftina her :) Thad er nu adeins merkilegra en ad eiga afmaeli!

Nafnlaus sagði...

Góðan dag elskulegi refur(er stendur undir nafni þessa dagana)!!
Westlife já, humh frekar fyndið að þú sért að fara á tónleika með þeim, væri nú alveg til í að koma með, yrði fyndið og skemmtilegt að fylgjast með þér þarna!! Er bara heima að læra með kaffibolla og flísteppi, kósý bara:) Kv. D**K

Nafnlaus sagði...

Æðislegt það sem þú sagðir mér áðan, nammi namm, gaman gaman;)
Njóttu marsipans súkkulaðsins, vekur upp góðar minningar.
Kv. Gyða

Nafnlaus sagði...

Tad er verst med hvad tessir snapsar fóru ílla í fólkid,en ekki trúi ég ad tid ff hafid ekki tolad tá,,,,,get ekki skrifad undir réttu nafni lengur,er svo hrædd vid íslensku leynitjónustunna,madur veit ekki hvar teir stynga sér nidur.......knús,,,,,og skemmtu tér fallega á tonleikunum og vertu okkur til sóma í matarbodinu:)

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna mín. Var að fara að hringja í þig, en fattaði að þú ert sennilega á Westlife tónleikunum í töluðum orðum. Vonandi skemmtir þú þér vel:) Vonast eftir bloggi frá þér á morgun um hvernig þessi uppáhalds hljómsveit þín stóð sig og hvort þú hafir komist baksviðs!!!
Hvernig var á tónleikunum í gærkveldi?? Eitthvað dregið til tíðinda með D***ster??? ;)
Sjálf er ég bara pollróleg á föstudagskveldi, var að keyra Danna blessaðan, var að fara að dæma í e-i ræðukeppni hjá laganemum. Kippti með mér subways úr Skeifunni og ætla bara að kíldrast fyrir framan imbann í kvöld. Sakna þín mikið, Kv. Gyða

Nafnlaus sagði...

Hva á ekkert að fara að blogga um alla þessa tónleika og afdrig helgarinnar?
Finnst nú eins og eitthvað hafi dregið til tíðinda;)
Kv. Serkurinn

Nafnlaus sagði...

Má ég spyrja,hvad er ad ské????????er tølvan tín bilud eda ertu bara sløpp............Fardu nú ad láta eithvad frá tér,annars dei ég úr áhyggjum.......

Nafnlaus sagði...

andskotans suðan alltaf í maju.ég held hún ætti að fara að blogga sjálf haha.ég er alveg dauðróleg enda hefur mitt jafnaðargeð alltaf verið svo mikið.knús eyglo gamla