mánudagur, október 02, 2006

Sænskir herramenn

Mér finnst ég ekki hafa gert nógu mikið af því á þessari síðu að kvarta undan Svíum. Það á maður víst að gera þegar maður er staddur erlendis. Það finnst öllum Íslendingum skemmtilegt og verða enn sannfærðari en áður að þeir séu bestir í heiminum!
Ég hef aldrei verið hrifin af kvenlegum tilburðum karlmanna. Þetta kemur því ekkert við hversu mikill femínisti ég annars er. Karlmenn með skartgripi, litað hár, sem nota snyrtivörur aðrar en þær nauðsynlegustu, kaupa mikið af fötum, sem dansa o.s.frv. þykja mér ekki heillandi. Þar sem ég hef þessa skoðun, er því nokkuð merkilegt að ég hafi endað í landi metrósexualismans. Að vera metró er nýtt og pólitískt réttara orð fyrir það að vera hommalegur. Sænskir karlmenn eru þeir hommalegustu sem um getur. Þeir ganga í nýþröngum buxum svo sér forma fyrir slátrinu, támjóum skóm, í pastellituðum pólóbolum, með pastellita peysu yfir öxlunum, með vatnsgreitt hárið aftur, nota alls kyns smyrsl, ganga með kvenlegar handtöskur, fara í lautarferð með vinum sínum með osta og rauðvín og svo mætti áfram telja.
Það er þó eitt sem brýtur gjörsamlega í bága við þetta kvenlega yfirbragð svenssonana, þeir taka allir í vörina. Jakk!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvad meinaru? hvad er ad dansandi karlmonnum med skartgripi?

Nafnlaus sagði...

Góðan dag kæri refur:)
Það hljóta nú að finnast e-r inn á milli er borða hákarl og fara einir í ferðalög til framandi landa með túnfisk einan í farteskinu;) Annars er ég hjartanlega sammála þér, karlmenn eiga að vera karlmenn!!
Er stödd á einum af þínum uppáhalds stað á Íslandi, Þjóðarbókhlöðunni. Eigðu góðan dag :)