
Þetta er búin að vera fínasta helgi. Á föstudaginn kom Vibeke, fyrrum sambýlingur minn í Uppsala, ásamt kærastanum sínum, til Stokkhólms og við fórum á tónleika með sænskri hljómsveit sem heitir Hello Saferide. Fínasta skemmtun alveg hreint.
Á laugardaginn hjóluðum við Aysu svo til fyrrum bekkjarfélaga og kærustu sem búa á Lydingö. Það er svolítið langt í burtu en Aysu sannfærði mig um að það væri miklu betra að hjóla en að taka lest (hún á sko ekki mánaðarkort eins og ég). Hún sagði að þetta tæki um hálftíma en það kom svo í ljós að ferðin tók um 1 1/2 tíma þar sem við viltumst pínu. Minnti mig á þegar ég hjólaði frá Uppsala um daginn og hjólaði um í örvinglan í úthverfum Stokkhólms í leit að miðborginni. Við komumst þó að lokum heilar á höldnu og drukkum rauðvín, borðuðum pizzu og horfðum á video. Tók styttri tíma að komast heim en það er þó ekkert spes að hjóla í miðborg Stokkhólms á laugardagsnóttu. Fullt fólk út um allt sem og kreisí leigubílsstjórar. Eftir hjólaslysið mitt í Uppsala í sumar er ég fáránlega stressuð að hjóla í umferðinni. Sem sé margar vondar minningar tengdar hjólaiðkun rifjuðust upp í þessari ferð




Ótrúlega afkastamikil helgi sem sé; hljómleikar, rauðvínsdrykkja (í hófi), horft á evrópska kvikmynd, stunduð líkamsrækt (hjóla í skrilljón kílómetra), farið í konungshöllina og farið á kaffihús í Gamla Stan. Ef maður væri nú alltaf svona duglegur um helgar í staðinn fyrir að liggja í rúminu í þynnku, éta skyndibitafæði og horfa á amerískt, útþynnt sjónvarpsefni. Kannski ég sé loksins orðin fullorðin!
3 ummæli:
Sælir!! Siturðu bara við tölvuna rétt í þessu, kæri refur??
Hljómar ótrúlega skemmtileg helgi alveg hreint:)
Gott ad vita ad tú ert en med alla sannsa í lagi.Tetta er ordid tad sem ég geri fyrst á morgnana,er ad kíkja á tig ljúfan mín og máttu ekki gera mér tad og øllum tínum addádendum ad sleppa ú svo mørgum døgum.T´ert dugleg og kjarkmikil ad tora ad hjóla tetta,,knúsiknús
Skrifa ummæli