Þar sem helsti aðdáandi þessarar síðu virðist vera Eygló föðursystir mín ákvað ég að skella inn smá fótboltafærslu. Held að á þessari stundu fari fram landsleikur Íslands og Svíþjóðar. Í blaðinu í dag var einmitt smá grein um þennan leik. Þó ég hafi engan áhuga á fótbolta las ég þetta þar sem ég er haldin krónískri þjóðrembu og les allt sem hefur Ísland í fyrirsögninni. Sökum þessarar þjóðrembu minnar var ég sármóðguð að lesa þessa grein. Læt hér fylgja með brot úr greininni í lausri þýðingu.
Í sjónvarpsviðtali um daginn sagði Roland Anderson að við ættum ekki að búast við auðveldum sigri. Mér þykir það leitt Roland, en það er einmitt það sem við eigum að búa okkur undir og það sem við mun hljóta. Að Ísland sé nokkuð annað en C-þjóð í þessu samhengi er kúkatal (haha - sem sé skitprat).
Síðan telur blaðamaðurinn upp vandræðalegar úrslitatölur íslenskra landsleikja og heldur svo áfram:
Eruð þið enn smeyk um tap. Ekki ég.
Eygló; hvað finnst þér um þetta. Helvítis mont-Volvókeyrandi pakk
miðvikudagur, október 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já anna mín.þessar svíadr..... mega sko þakka fyrir að hafa unnið leikinn áðan.2-1 fór leikurinn semsagt.VIÐ vorum miklu betri þeir grísuðust á 2mörk en svona er boltin.sláðu nú um þig í vinnunni á morgun og segðu þegar þú mætir.þið voruð heppinn í gær að merja sigur gegn þessari c-þjóð í boltanum.mér finnst nú allt í lagi þó að þú kaupir þér eina og eina flík.knús.glóa gamla.
Tetta er smekleysa hjá svíum,mér hefur altaf verid hálf ílla vid ad tú sér búsatt hjá teim.Svíar halda ad teir séu svo heilbrigdir,lítid selt af áfengi,tar af leidandi halda teir ad teir drekki svo lítid.Ekki minnst á allt vinid sem Svíar far og kaupa í Dk,nei,nei.Svo man ég ekki betur ad tad hafa verid Tjódarsorg er okkar landslid sló tá í handbolta og fá sviar ekki ad taka tátt á hm.Spurdu tá út í handbolta.Bara svona ´smá morgunbull,,,,,,,knús,,
Skrifa ummæli