Fékk símtal í nótt. Ég svara svefndrukkin einhverju útlensku númeri sem ég þekki ekki. Þar var maður sem talar skrítna ensku og ég skil ekkert hvað hann segir sem og ég er hálfsofandi. Heyri þó að hann segir nafn mitt. Ég hreiti út úr mér að ég sé sofandi og skelli á. Mínútu síðar fæ ég sms frá sama númeri. Anna, i´m mr sofiane algerian men i will chat with you
Það er nefnilega það! Ætli gaurinn hafi ekki fengið símanúmerið einhvern veginn í gegnum skype þó fólk sem maður hefur ekki samþykkt sem tengla eigi ekki að fá svona upplýsingar um mann.
Mér leikur forvitni á að vita hvort svona virki á einhvern. Ætli það sé einhver sem tekur upp spjall við fólk sem hringir skyndilega í mann og vill vera vinur manns. Maður spyr sig!
Annars er stóri dagurinn á morgun, þ.e. dagurinn sem færir mann nær þrítugs aldrinum og ellinni. Gjafir eru byrjaðar að streyma að úr hinum ýmsustu löndum og færi ég sendendum kærar þakkir fyrir það. Planið á morgun er að fara út að borða með stelpu úr vinnunni sem á einmitt líka afmæli á morgun og er líka fædd 1979, þó 4 klst áður en ég svo hún er ellismellurinn af okkur tveimur. Það kemur eitthvað meira fólk með okkur svo þetta verður ágætis afmælisfögnuður. Sigga danska kemur svo í heimsókn til mín á fimmtudaginn og verður fram yfir helgi. Næstu dagar munu því líklega verða ánægjulegir sem er vel því nú er dimmt og kallt og þunglyndislegt.
þriðjudagur, október 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ Annapanna!
Fór á blogg vapp og datt hér inn. Vonandi er allt í blóma hjá þér. Ég verð heima um jólin þannig að við hittumst þá og tökum eitt gott annaníjólum djamm þá.
Ertu ekki á leið til KBH bráðum??
knús Dís
Hejsan Dís! Gaman að heyra frá þér. Sé ekkert fram á Danmerkurferð á næstunni,það er búið að vera í planinu að túra almennilega um Danmerku svona áður maður verður alfarinn heim en ekki lítur út fyrir að svo verði.
Annan í jólum djamm er hér með staðfest - Karólína að sjálfsögðu, tími ákveðinn síðar!
Et stort tillykke med daginn Anna mín og mundu ad ég elska tig...Ég er hálf hrædd vid tetta skype,tad skedur alltaf eithvad er ég er inni á tví,sem er ekki oft.Um daginn datt talvan út og gat eg ekki opnad hana lengi á eftir.Ég held ad tad sé ekkert tyggt hér í heiminum í dag :)
Hjartanlega til hamingju með afmælið, elsku besti Refurinn minn:) Vona að þú eigir yndislegan afmælisdag, og skemmtir þér vel í kvöld í góðra vina hópi:)
Ertu búin að fá sendinguna?
Hringi í þig um helgina frá Akureyri:)
Skrifa ummæli