föstudagur, október 13, 2006

Staffaþjapp

Í gær var svona kvöld með vinnunni þar sem ætlunin er að þjappa vinnufélögunum saman. Við fórum á voðalegan fínan herragarð þar sem tók á móti okkur kokkur og við dressuðum okkur upp í svuntu og kokkahúfu og elduðum síðan fínan mat undir leiðsögn kokksins. Okkur var skipt í 3 lið, forréttur, aðalréttur og eftirréttur og síðan var keppni milli liða. Ég var í forrétta liðinu sem var auðvitað það besta og vorum við heiðruð í lok kvöldsins fyrir frammistöðuna með forláta gullpening.
Hér má sjá okkur þar sem við kynntum réttinn fyrir liðinu.
Og útkomuna má sjá hér að neðan. Afskaplega fallegt. Ég bar ábyrgð á bleika möffinsinu, en þetta er rauðrófumöffins. Ég og Andreas hinn finnski hjálpuðumst að við það, og vildum við að það myndi fá nafnið, "innflytjendamöffins".
Meðan á eldamennskunni stóð var svo barinn opinn og var skálað duglega.
Fallegir kokkahattar ekki satt? Fengum einmitt að halda þeim sem og svuntunum. Óhætt að fullyrða að Samsung er ekki á hvínandi kúpunni því við athuguðum á heimasíðunni hvað þetta hefði kostað og sáum þá að ævintýrið kostar "ekki nema" 1600 á kjaft. Sem sé ca. 18 þúsund kall takk fyrir.

Annars var nokkuð skrítinn dagur í vinnunni í dag. Eftir að vera búin að þjappa liðinu almennilega saman í gærkvöldi var svo ein stelpan rekin í dag. Hún byrjaði nokkrum dögum á undan mér. Hún fékk þær útskýringar að hún ynni of hægt og spyrði of mikið. Frekar ömurlegt því hún er ein sú yndælasta í bransanum. Er þó vissulega glöð að útlendingurinn ég, sem var ráðin undir þeim formerkjum að ég talaði dönsku, sem reyndist síðan vera bull (svona nokkurn veginn alla vega), hafi ekki verið sparkað. Stelpugreyið var auðvitað miður sín og grét og svona. Fyrir ca. 3 vikum hætti önnur stelpa líka skyndilega hjá okkur. Það kom e-mail frá yfirmanninum til okkar allra, þar sem hún sem þakkaði henni fyrir vel unnin störf en nú myndi hún kveðja okkur. Svo var hún bara farin 10 mínútum síðar. Það er sem sé ekkert svaka hress stemning núna í vinnunni. Hver veit nema maður verði rekinn í næstu viku.
Annars er ég því miður ekki komin í helgarfrí því á morgun mun ég vera á einhverskonar námskeiði í vinnunni. Má þó alla vega þakka fyrir að mér sé boðið á þetta námskeið svo ég ætla ekkert að vera að kvarta meira.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku med gullid!! Hefur örugglega verid voda gaman ad skala og elda tess a milli;) vona fer "astandid" ad lagast i vinnunni...kv fra sviss, Heida

Nafnlaus sagði...

Tú tekur tig vel út med kokkahúfunaeg var líka ad elda í gær 3,rétta málid,fékk ekkert gull,en dreypt á redvin medan ég eldadi,huggulegt.Audvitad verdur tú ekki rekin,tá færi samsung á hausinn.Eg hugsa til pabba tíns núna,hvort hann nái á leidarenda;knúsí........