sunnudagur, október 01, 2006

Laugardagsdjamm










Mælti mér mót við Martinu í gær en hún var hér í stórborginni í verslunarleiðangri. Planið var nú bara að hittast og fá okkur kaffibolla en ég rakst óvart inn í fatabúð og festi kaup á rándýrum kjól og þurfti því að sjálfsögðu að nota hann sem fyrst. Gat því platað stelpuna til að gista í Ástarhreiðrinu, en var ein heima um helgina, og við kíktum á lífið. Á myndinni má sjá nýja kjólinn en þessa mynd tók einhver róni sem var að bíða eftir lestinni eins og við. Hann var á tánum og fullur og því geri ég ráð fyrir að hann sé róni. Kannski fordómafullt af mér þar sem ég sjálf labbaði heim á sokkunum eftir tjúttið þeta sama kvöld, enda ekki mjög góð í að vera í hælum heilt kvöld. Var sárþjáð þrátt fyrir að vera útbúin party feet inleggjum. Það er nú meira draslið! Fékk gríðarlega athygli kvenna vegna kjólsins sem vildu ólmar vita hvar ég hefði keypt hann. Karlpeningurinn var ekki jafn spenntur svo það var bara McDonalds og svo heim, ein með Martinu minni. Fínasta kvöld alveg hreint þrátt fyrir það!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er þetta nokkuð fyrsti kjóllinn sem þú kaupir óvart og þarft svo að neyðast á djammið til að sýna.mér finnst einsog ég hafi heyrt þetta einu sinni eða oftar áður.en gott mál hann virðist flottur og kvöldið skemmtilegt og þá er tilganginum náð.en hvernig er þetta með hinar föðursystur þínar eru þær alveg dauðar úr öllu.ekki skrifað í heilan dag.verðuru ekki áhyggjufull?eða er að verða þreytandi að kíkja á commentin þín?láttu mig vita og ég skal láta hinar hætta haha.ekki geri ég það.þetta er nú mín helsta dægrastytting á milli þess sem ég kíki á myndir af ömmustelpunni.ísland úr nató herinn burt.farvel.

Nafnlaus sagði...

ps.þetta hefur örugglega verið róni.fullur á laugardagskvöldi.ekki spurnig.hefur selt skóna sína fyrir sjúss.ég er að sjálfsögðu að tala um þann sem tók myndina.venlig hilsen

Nafnlaus sagði...

Kjólinn sé ég voda smátt,biddu annann róna ad taka mynd af tér standandi um næstu helgi,tr ertu búin ad fá ástædu til ad fara einu sinni ennn út á lífid,,,Ísaland úr nató,herinn er farinn,(eygló fylgist tú ekki med?)

Nafnlaus sagði...

Sælar! Mig minnir nú eins og ég hafi spjallað við þig í síma á föstudaginn, og þú kvaðst vera ein í kotinu og hvorki ætla á "Icebar" né annan bar...humm refurinn hefur sem sé farið á stjá og rölt heim á sokkunum einum fata. Ég fór sem sé á Njáluslóðir og gisti á Hótel Rangá, það var voða fínt:)
Væri til í að sjá kjólinn betur.
Til hamingju með mömmu þína og gaman að heyra að hún hafi skellt sér í enskuskóla. Er að læra,það verður tekin pása eftir einn og hálfan í Gædó,veit að þú verður með mér í anda, sem og áður. Hafðu það gott elsku refurinn minn.

Anna Þorbjörg sagði...

Já Eygló mín, þetta hefur komið fyrir áður, hef bara enga stjórn á mér nálægt fallegum kjólum sem ég hef engin not fyrir.
Takk fyrir það Hrund, held ég láti nú vera að setja uppstillingarmyndir af mér í sparifötunum, þú verður bara að sjá mig í honum einhvern tíma, nú eða láta róna taka nýja...sjáum til með það

Nafnlaus sagði...

er herinn farinn?það hefur alveg farið fram hjá mér.djók einsog einn drengur sagði ansi oft í denn.ég var bara að fara með línu úr gömlu lagi sem ég söng stundum í gamla daga er ég sat að sumbli.(eruði svo hissa að ég sé einhleyp) haha knús.