miðvikudagur, október 11, 2006

H&M


Þar sem fjárhagurinn hefur ekki upp á sitt sterkasta síðustu messeri hef ég haldið mig fjarri fatabúðum, og þá sérstaklega H&M, eins og ég get. Geri mér fulla grein fyrir áhrifum slíks leiðangurs á pyngjuna. Dagný litla syss bað mig svo að fara í H&M og athuga fyrir sig hatt sem hún hafði séð þegar hún var hér. Þegar inn í búðina kom, rann á mig nokkurs konar æði við að sjá öll fínu fötin og áður en ég vissi af var ég komin inn í mátunarklefa með alls kyns leppa. Hef enga sjálfstjórn þegar kemur að fötum, og þá sérstaklega, já þið gátuð rétt, kjólum. Kom sem sé út með kjól í poka og engan hatt handa Döggu enda ekki til. Grunar að Dagný hafi lagt mig í gildru. Hún var hér fyrir rúmum mánuði og hefur líkast til vitað að þessi hattur hafi löngu verið búinn. Henni hefur bara langað til að sjá hvort ég væri jafn mikill verslunarfíkill og hún hélt og sent mig beint í þessa ósvífnu gildru. Bíræfin stelpan.... en mundu bara, það ert þú sem borgar VISA reikninginn!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh langar hrikalega í H&M... bíð spennt eftir mynd af þessum kjól og einnig þeim er róninn myndaði.
Jæja, þú hafðir rétt fyrir þér, þekkir mig greinilega betur en ég sjálf, froskar búnir!!! :(

Nafnlaus sagði...

Fúlt að hatturinn var ekki til, en takk samt fyrir að reyna bebe. Tek það fram að þetta var ekki planað hjá mér, er því miður ekki það klár.

Stínfríður sagði...

Hahaha! Ég sé þig alveg fyrir mér! Ég á við sama vandamál að stríða þegar ég leita að afmælisgjöfum, kem oftar en ekki heim bara með eitthvað handa mér án þess að hafa fundið afmælisgjöf. Kannski er það vegna þess að þetta eru einu skiptin sem ég hætti mér inn í skemmtilegar verslanir.