Vegna fjölda áskorana tel ég það skyldu mína að setja hér inn eins og eina færslu.
Þetta er búin að vera fínasta helgi. Á föstudaginn kom Vibeke, fyrrum sambýlingur minn í Uppsala, ásamt kærastanum sínum, til Stokkhólms og við fórum á tónleika með sænskri hljómsveit sem heitir Hello Saferide. Fínasta skemmtun alveg hreint.
Á laugardaginn hjóluðum við Aysu svo til fyrrum bekkjarfélaga og kærustu sem búa á Lydingö. Það er svolítið langt í burtu en Aysu sannfærði mig um að það væri miklu betra að hjóla en að taka lest (hún á sko ekki mánaðarkort eins og ég). Hún sagði að þetta tæki um hálftíma en það kom svo í ljós að ferðin tók um 1 1/2 tíma þar sem við viltumst pínu. Minnti mig á þegar ég hjólaði frá Uppsala um daginn og hjólaði um í örvinglan í úthverfum Stokkhólms í leit að miðborginni. Við komumst þó að lokum heilar á höldnu og drukkum rauðvín, borðuðum pizzu og horfðum á video. Tók styttri tíma að komast heim en það er þó ekkert spes að hjóla í miðborg Stokkhólms á laugardagsnóttu. Fullt fólk út um allt sem og kreisí leigubílsstjórar. Eftir hjólaslysið mitt í Uppsala í sumar er ég fáránlega stressuð að hjóla í umferðinni. Sem sé margar vondar minningar tengdar hjólaiðkun rifjuðust upp í þessari ferð
Tók þessa mynd þar sem einkunnarorð Aysu er "puss, puss". Segir þetta í hvert skipti sem hún kveður einhvern. Puss er sem sé koss. Rákumst á þetta götuskilti þegar við vorum viltar, þar sem einhver sniðugur hafði breytt Bussgatan í Pussgatan.
Í dag fór ég síðan með Lauru vinkonu minni í höllina. Þar voru þessir sænsku herramenn að þramma fram og tilbaka. Finnst alltaf jafn fyndið og fáránlegt að sjá þessar serimóníur. Ímynda mér að þetta sé svo vandræðalegt fyrir strákgreyin að vera í þessum skrítnu búningum og labba fram og tilbaka í takt og lyfta upp byssunum sínum og svona. En ætli þeim finnist þeir ekki svakalega kúl!
Að sjálfsögðu var allt voða fínt í höllinni, gull út um allt og svona. Sérstaklega skemmtilegt var þó að skoða kjólasafn Silvíu drottningar. Þar sem ég er haldin ákveðinni ástríðu á kjólum (samanber hinar ýmsu færslur um fljótfærnisleg kjólakaup í blankheitum) var þetta sérstaklega áhugavert. Held þó að mínar kjólalufsur séu nú varla samanburðarhæfar við þetta safn.
Hér að ofan má svo sjá minnismerki um einhverja svona orðu sem Hr. Grímsson blessaður hefur hlotið frá sænska kóngadótinu. Óþarfi þó að æsa sig úr stolti yfir því, allir forsetar í heiminum liggur við hafa fengið þessa orðu.
Ótrúlega afkastamikil helgi sem sé; hljómleikar, rauðvínsdrykkja (í hófi), horft á evrópska kvikmynd, stunduð líkamsrækt (hjóla í skrilljón kílómetra), farið í konungshöllina og farið á kaffihús í Gamla Stan. Ef maður væri nú alltaf svona duglegur um helgar í staðinn fyrir að liggja í rúminu í þynnku, éta skyndibitafæði og horfa á amerískt, útþynnt sjónvarpsefni. Kannski ég sé loksins orðin fullorðin!
sunnudagur, október 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sælir!! Siturðu bara við tölvuna rétt í þessu, kæri refur??
Hljómar ótrúlega skemmtileg helgi alveg hreint:)
Gott ad vita ad tú ert en med alla sannsa í lagi.Tetta er ordid tad sem ég geri fyrst á morgnana,er ad kíkja á tig ljúfan mín og máttu ekki gera mér tad og øllum tínum addádendum ad sleppa ú svo mørgum døgum.T´ert dugleg og kjarkmikil ad tora ad hjóla tetta,,knúsiknús
Skrifa ummæli