mánudagur, október 09, 2006

Fræg hjá Samsung

Það er hefð fyrir því hjá Samsung að afmælisbörnum hvers mánaðar er boðið til hádegisverðar með forstjóra fyrirtækisins. Októberafmælisbörnunum var sem sé boðið í dag og það ættu allir að vita að ég er eitt þeirra. (Lesist: kaupið pakka og sendið hið snarasta!)
Þar sem það vinna töluvert yfir 100 manns á skrifstofunni þekki ég langt frá því alla. Þarna var t.d. einn miðaldra maður sem ég hafði aldrei séð áður. Hann fer eitthvað að tala um fótbolta, svo ég loka eyrunum, en heyri svo að hann segir að Ísland og Svíþjóð muni spila á miðvikudaginn. Þá færist ég nú aðeins í aukana og segist einmitt vera frá Íslandi. Þá segir hann bara; ég veit. Merkilegt! Ætli ég sé svona útlendingafríkið á skrifstofuni sem fólk pískrar um þegar ég geng framhjá? Hef alls ekkert mikil samskipti við nema nokkra innan skrifstofunar svo ég hélt nú að fæstir vissi hver ég væri.
En sem sé, ég er fræg hjá Samsung!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

AUÐVITAÐ ERTU FRÆG.þú ert nú af hraunkotsætt elskan.en því miður geturðu ekkert slegið um þig með fótboltamonti þessa dagana því islendingar voru að skí.. á sig í boltanum um helgina.vonandi verður þetta ekki 10-0 á miðvikudag.een þú ert nú STÓRFRÆNKA eiðs smára og getur montað þig af því.guð hvað ég var feginn að sjá skrif fra þér mér var nú bara ekki orðið sama.gerðu þetta aldrei aftur haha.knús frá gamalli áhyggjufullri föðursystur

Anna Þorbjörg sagði...

Jesús góður kæru frænkur!!! Þið eruð að taka mig á taugum með þessum endalausu kröfum um blogg. Fariði bara að blogga sjálfar...Hefði nú gaman að því!

Nafnlaus sagði...

já hvernig væri það!!!! alveg sammála Tobbunni þarna!! :)

Nafnlaus sagði...

Eins og ég tjáði þér í dag, er ég sko búin að kaupa afmælispakka handa Rebba mínum. Græna froska, nóa kropp, sprengjur o.s.frv., svo þú getur byrjað að fá vatn í munninn. Jafnvel að hugsa um að senda þér "The best of Gædó" þó svo að þú berir fyrir þig skort á myndbandstæki. Ástandið er orðið slíkt í Springfield að ég bara held að Refurinn verði að bera það augum. Spurning hvort að þú getir ekki bara hjólað í einn og hálfan og fengið að smella spólunni í þar, kynnir ósköpin fyrir fyrrverandi bekkjarfélögum þínum!
Já, varðandi þennan blessaða landsleik á miðvikudaginn, þá lék undirrituð í auglýsingu er á að sýna í hléinu, var ég þar með litlu tvíburunum mínum, Sól og Emblu, er leiðbeindu mér í gegnum þetta, enda orðnar vanar leikkonur. Annars var fleira fólk, alls ekkert víst að það sjáist í okkur.
Góða nótt kæri Rebbi minn.
Kv. Gyða

Nafnlaus sagði...

blogga sjálfar.er ekki í lagi með þig?ég hef ekkert að blogga um.öll mín spenna er í gegnum þig elskan.ertu svo hissa þó maður pressi á þig.er meira segja hætt að horfa á gædó eða er það ekki annars leiðarljós?jæja bless í bili darling

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir spjallið áðan Anna mín. Líður frekar illa af þessum blessuðu froskum, ætla bara að senda gjöfina úr landi sem fyrst, svo ég fái ekki meira í magann. Þetta eru nú meiri ósköpin....!!
Það er vínsmökkun hjá fyrirtækinu er við kaupum vínið frá hjá Frökkunum hérna í næsta húsi, á Hótel Holti. Tel ekki ráðlegt að ég kíki þangað........, ætla að halda mig innan dyra í kvöld með nefið ofan í skruddunum. Love you, Gyða

Nafnlaus sagði...

Sammála Eygló...........

Tad er bara svo merkilegt ad vera áslendingur í utløndum.Tad halda allir ad vid sjéum svo RÌKIR,eigum ordid hálfa Danmørk og erum meira ad segja ordid Fréttablad hér.......Haltu svo spennuni áfram,tú birjadir:)

Nafnlaus sagði...

Àfram Island................