þriðjudagur, október 31, 2006

Af hverju fær maður unglingabólur þegar maður er langt frá því að vera unglingur? Og af hverju heita slíkar bólur yfir höfuð unglingabólur. Var slétt sem barnsrass á mínum unglingsárum en það er af sem áður var. Ekki nóg að hrukkur séu farnar að láta á sér kræla heldur þarf maður sömuleiðis að fá bólur. Það er ýmislegt á mann lagt!

Kannski tími til komin að hætta að borða McDonalds...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já bölvaðar bólurnar láta sko á sér kræla.....sérstaklega ef það er svo e-ð um að vera á næstunni...getur gert mann alveg kreisý.....veit svosem alveg að í mínu tilfelli er það bölvuð óhollustan sem nærir þær, en læt mér ekki segjast....en ég ætla nú ekki að vera að blogga hérna á þinni síðu þar sem ég er nú komin með mína eigin :)hehe
agla82.bloggar.is
knús!! :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ elsku Anna.
Nauðsynlegt að fá sér stundum Maggadóna, þó manni líði nú aldrei neitt spés eftirá. Klukkan er 22:15 á Íslandi, skítakuldi úti og ég var að koma heim úr fjárnámi, er svona kalt inní mér, í beinunum og allt. Love you, góða nótt Gyða

Nafnlaus sagði...

anna mín bólur eða ekki bólur.þú ert alltaf jafnsæt.mikið skil ég vel að þú skildir fá þér mac eftir langan vinnudag.ég dett nú bara svona óvart í heimsókn (ja til ingu systir t.d.)þegar ég er búin að vinna lengi og er svöng.það er ágætis ráð.þú þyrftir að finna þér einhvern þarna sem þú gætir litið til þegar svona stendur á.knús

Nafnlaus sagði...

haha ég er reyndar með aðeins verra einkenni "elli" en þú, ég þoli ekki hvítt hveiti. Hvert skipti sem ég borða t.d pizzu eða hvítt brauð úr ofninum, púfff ! Og ég lít út eins og hvalur. Við erum að tala um að ég er gengin 4 mánuði ! Frank er alltaf jafn hissa þegar þetta gerist og heldur stundum að ég sé bara að þenja magann viljandinn! hrikalegt. En ég skil vel að þessar bólur séu pirrandi því þær eru svo áberandi stundum, þetta gætu verið stressbólur eða svona hormónabólur. Ekki hætta að borða McDonalds hehe.

Nafnlaus sagði...

Ég hugsadi til tín er ég sá fréttatíman kl,08 í morgunn og sá ad allt var í volædi í Stokholm út af snjó,hugsadi bara ad Anna mín lendi nú ekki í tessu.Um unglingabólur,já elskan,velkominn í hópinn,fæ unglinabólur einu sinni í mánudi og verd víst 50 ára ad ári er mér sagt.Keyptu té juce vél og gerdu grænmetisjuce 5-6 gange om ugen.4 stk guklrætur eina appelsínu og 1/4 ferkst engifer,tetta er gott fyrir húd og kropp..........lov you,,,,,,ps,Maccinner bara gódur á 3,mánada millibili:)

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna hvíthyski Þorgbjörg, já makkinn getur verid gódur vinur i neyð.. sérstaklega hafa fiskiborgararnir þeirra stundum bjargað mér á ögurstundu timburmannanna... :o)

kveðja fra
lolo P sem er komin í jólafrí ;o)