miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Vinna

Eftir 2 viðtöl hef ég nú verið ráðin til vinnu við Samsung Electronic Norden. Ég mun byrja þar 28. ágúst. Það versta við vinnuna er hvað hún er staðsett langt í burtu, tekur um 40-50 mín. að komast þangað, fyrst neðanjarðarlest, svo venjuleg lest og svo strætó. Loksins þegar ég flyt í miðbæinn þá fer ég að vinna í úthverfi sem er öfugt við það sem ég geri núna. Má annars ekki vera að þessu, þarf að halda áfram að þrífa íbúðina fyrir flutningana.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju Anna mín, bæði með nýju íbúðina og svo vinnuna. Mér finnst þetta reyndar mjög langt að sækja vinnu en vinna er jú alltaf vinna.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med nyju vinnuna og ibudina ad sjalfsogdu:) verst hvad tad er langt i vinnuna:-/ heida h

Frankrún sagði...

Til hammó með mað það :) Þessi vinna hljómar fancy. Það getur verið voðalega kósý að sitja með góða bók í strætó/lest/neðjanjarðarlest og gleyma stað og stund. Þú átt svo ipod þannig að þetta verður ekki svo slæmt held ég.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med vinnuna..og íbudina..og takk fyrir afmælissønginn í gær;) vona ad thu hafir thad gott..gangi ther vel ad flytja!

Stínfríður sagði...

Til hamingju! Glæsilegt hjá þér! Já það er nú örugglega hægt að hafa það bara kósý í lest með bók og tónlist og svona. Gangi þér vel með flutningana!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna ;)og góða skemmtun að flytja!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna 8o)!
Frábært, þú varst ekki lengi að redda þessu.

það er ekkert mál að ferðast aðeins í vinnuna, allt árið 2005 tók það mig 45. min að komast í vinnuna innan Reykjavíkur... bara gaman eins og stína segir að hlusta á tónlist, nú eða hlusta á portúgölsku diska..
eu chamo me Fjola e eu sou islandesa..

Stínfríður sagði...

Jæja, hvernig gengur? Ertu flutt, byrjuð í vinnu? Hlakka til að heyra í þér!