Þá er ég komin aftur heim til Uppsala eftir að hafa eytt helginni í hinni íbúðinni minni, þ.e. í Stokkhólmi. Hér að ofan erum við Erica og spænskur sjarmör sem Erica hitti í síðustu viku. Þessi mynd er tekin í bát sem er við höfnina í Kungsholmen (hverfið mitt) sem er voða fansý bar.
Svo var Gay pride í gær sem var ótrúlega skemmtilegt að sjá og sá ég á mbl.is áðan að gangan í Stokkhólmi hafði verið sú stærsta þar frá upphafi.
Hann Castró er sko ekkert veikur, hann skellti sér bara til Stokkhólms til að taka þátt í göngunni.
Að sjálfsögðu var IKEA með eigin vagn.
Fórum svo á kaffihús á eftir og hittum Ericu.
....og svo út um kvöldið. Hér má sjá stofuna mína. Íbúðin er orðin alveg ótrúlega fín og er ég farin að hlakka mjög mikið til að flytja.
Nenni ekki að skrifa meir...
sunnudagur, ágúst 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gaman hjá þér elskan! Bloggið mitt er lifnað við núna. Knús.
Hæ Anna.
Takk fyrir kveðjuna sem þú skrifaðir í gestabókina hjá litla manninum okkar í júlí. Gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með því hvað þú ert að gera núna, greinilegt að þú ert að njóta þín í botn í Svíþjóð á nýja fáknum þínum. Fékk alveg hroll þegar ég las CSI færsluna þína, þetta hefði eflaust ekki verið mjög fögur aðkoma, yakk!! Annars erum við foreldrarnir að fara að skíra litla manninn á morgun ;o) Það er magnað alveg hreint að vera komin með mömmutitilinn. Komdu svo endilega og kíktu á okkur gömlu bekkjarfélagana og soninn næst þegar þú kemur til landsins. Við höfum mjög lítið breyst frá því fyrir 12 árum :o)
Bestu kveðjur af klakanum,
Halla og Gústi
uhe þetta teppi lítur frekar vel út! mér kvíður svo fyrir því þegar einhver af mínum gamlingjum deyr, ohh mér þykir svo vænt um þetta þá :) Gangi þér allt í haginn með íbúðina fínu og sendu mér endilega línu við tækifæri ;)
Skrifa ummæli