laugardagur, ágúst 12, 2006
Elli og hárvöxtur
Sökum vinnu minnar hef ég mikið hugsað um það að eldast. Verð að viðurkenna að það þykir mér lítið tilhlökkunarefni; Bleiur, þvagleggir, maukaður matur, bjúgur og æðahnútur. En það sem mér þykir sérlega áhugavert er hvernig hárvöxtur flyst á milli svæða. Höfuðhár þynnist eða hverfur sem og hár á löppum og höndum sem og á viðkvæmum svæðum. Hins vegar sprettur hár út úr nefi, eyrum, á nefinu sjálfu, á hökunni og á kinnum (hér erum við að tala um konur). Hver ætli sé ástæðan fyrir þessu? Fór bara að hugsa um þetta þegar ég keypti rakvélar fyrir eina konuna sem er bara 65 og notar þær til að raka á sér hökuna. Já, það er skemmtilegt að eldast ekki satt?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já þessu hef ég líka furðað mig á!...
Skrifa ummæli