mánudagur, ágúst 07, 2006

Danska

Fékk hringingu áðan frá einhverri af þessum vinnum sem ég er búin að vera að sækja um í Stokkhólmi. Man ekki alveg hvað þetta var en einhvers konar skrifstofuvinna þar sem eitt skilyrðið var að kunna dönsku eða finnsku. Að sjálfsögðu sagðist ég vera fúlbufær í dönsku enda var ég það einu sinni. En athugið; það var fyrir 6 árum og eftir það hef ég varla notað hana sem og þegar ég reyni að segja nokkur orð á dönsku koma þau á sænsku út. Konan í símanum spurði hvort ég kynni ekki örugglega dönsku og auðvitað sagðist ég gera það. Hljóp beint á bókasafnið og tók mér bók á kartöflumálinu og ætla að reyna að lesa upphátt úr henni til að komast í gírinn. Ætti kannski að reyna að tala dönsku í vinnunni fram að viðtalinu....Það versta er að ef ég myndi fá svona vinnu þar sem ég þarf að tala bæði dönsku og sænsku enda ég með að tala hið afar ósjarmerandi tungumál skandinavísku. En höfum áhyggjur af því síðar...
Farvel

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta, vildi bara aðeins segja hæ, verðum að fara að heyrast, margt hefur á dagana drifið síðan síðast! Til hamingju með nýja fákin, það er búið að stela mínum, óhæft að reyna að eiga hjól í baldursgötunni.... :( Reynum svo að skæpast bráðum! Gangi þér vel með dönskuna

Stínfríður sagði...

Nú líst mér á þig. Þetta verður ekkert mál. Þú varst nú ekki á málabraut fyrir ekki neitt;-) Eins og þú munt komast að, þá kemur þetta allt með smá æfingu! Hef reyndar ekki prófað þetta með að tala hvort tveggja á hverjum degi í daglegu lífi, en þú ferð létt með það. Held og lykke søde!