Svona er útlitið í Uppsala þessa stundina. En hvað ég er afskaplega fegin að hafa að mestu sloppið við rigninu í sumar. Samúð til þeirra sem hafa upplifað reykvískt sumar þetta árið. Svona veður gerir mig lata og leiða. Lagði mig eftir vinnu, sem ég geri annars aldrei, og það hefur gert það að verkum að ég er enn þá geðvondari en áður.
Er annars að fara að flytja héðan á miðvikudaginn, finnst það fremur sorglegt svo ekki sé minnst á hve leiðinlegt það verður að þrífa og pakka. Vantar múttu til að hjálpa mér...
sunnudagur, ágúst 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góðan daginn sæta, vonandi er hætt að rigna hjá þér og þú orðin hressari. Hér skín sólin á mánudagsmorgni. Gangi þér vel í flutningunum ;)
svona er utlitid lika i Aarhus thessa stundina,buid ad vera thrumuvedur sidustu daga.Gangi ther vel med flutningana,og hressleikann:)Knús!
Skrifa ummæli