föstudagur, ágúst 11, 2006

Enn ein Stokkhólmsferðin



Fór til Stokkhólms í gær eftir vinnu því Tobias hafði komið óvænt þangað frá Bandaríkjunum og gisti hjá okkur í ástarhreiðrinu. Fórum því út í gær og rifjuðum upp gamla, góða tíma í Uppsala.
Ég hata dót! Ég hata að flytja dót. Í hvert skipti sem ég fer til Stokkhólms reyni ég að taka eins mikið með mér og ég get því engan hefur maður bílinn hér til að ferja ósköpin. Ég þarf því að dröslast með þetta frá einum strætónum í annan, í eina lestina í aðra. Held að handleggir mínir hafi lengst um nokkra sentimetra við að bera draslið. Er búin að fara 3 ferðir en samt sést varla högg á vatni. Athuga skal að hingað kom ég síðasta haust með sirka 30 kíló. Skil ekki hvernig hægt er að sanka að sér svo miklu dóti á svo skömmum tíma og taka ekki einu sinni eftir því. Viðurkenni alveg að ég hef keypt mér nokkrar spjarirnar í H&M en varla eru það bara þær sem síga í.
Fór í þetta viðtal í dag og gekk bara vel. Býst við að þeir sem eru að ráða í djobbið þurfi að tala við mig sjálfir á dönsku til að sjá hvort ég kunni hana í alvörunni. Held ég reyni að tala dönsku fram að því... Þetta er einhvers konar skrifstofuvinna fyrir Samsung, ekkert draumadjobb kannski en djobb engu síður og maður þarf nú að hafa fyrir salti í grautinn (sem og fleiri H&M spjörum, bjórum, skóm o.s.frv.).
Vinna á morgun klukkan 7, svo ekkert tjútt í kvöld....
God natt

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég var einmitt ad velta tví fyrir mér hvar thú kaupir øll tessi flottu føt sem thú ert í á myndunum! thú ert bara flott pæja :)Mér finnst tískan núna spennandi og langar ad prófa svona buxur sem ná manni upp ad brjóstum hehe.

Anna Þorbjörg sagði...

Ég kaupi mér samt sko föt líka í öðrum búðum og dressið á myndinni er ekki þaðan (f. utan buxurnar). En H&M dótið er samt örugglega svona 70% af því sem ég kaupi...
Jamm, ég er shoppaholik :(

Nafnlaus sagði...

tihi vaaa hvad eg kannast vid tetta ad eiga einhvern veginn allt i einu fullt af doti...alveg magnad hvernig tetta er haegt....en ja H&M er snilld;) Heida H