fimmtudagur, ágúst 03, 2006

CSI í Uppsala!?!

Í gær var ég næstum orðin vitni af einhverju sem hefði heltekið drauma mína næstu árin og skotið upp í hugann í hvert skiptið sem ég væri í krípí aðstæðum...

Fór í vinnuna klukkan 3 í gær. Þá vorum við tvö sem komum í vinnuna þá beðin um að fara að athuga með eina gamla konu sem bjó í nágrenninu. Þessi kona fær annars enga hjálp frá okkur en hefur svona öryggishálsmen með hnappi á sem hún getur ýtt á ef eitthvað kemur fyrir og þá mætum við á staðinn. En í gær hafði bróðir þessarar konu hringt á skrifstofuna og hafði ekki heyrt frá systur sinni í 2 vikur sem honum var farið að finnast ansi langur tími. Við tókum sem sé lyklana sem við höfum að íbúð konunar og héldum af stað en bjuggumst bara við að hún nennti ekki að svara í símann eða hefði farið í ferðalag því hún er almennt frísk kona þó gömul sé. Þegar við komum í stigaganginn fann ég vonda lykt, svona eins og af gömlu rusli, en spáði svo sem ekkert í það. Við komum svo að dyrunum og ég opnaði fyrstu hurðina, en hér eru oft 2 hurðir svona til öryggis býst ég við. Pósturinn lá á milli hurðana og ég sá að 2 Dam Tidning lágu þar en þau koma bara 1x í viku. Af einhverjum ástæðum gátum við ekki opnað innri hurðina svo við snérum aftur á skrifstofuna. Bróðir konunar var látin vita af þessu og hann hringdi í lögguna sem fór á staðinn og fékk lyklana hjá okkur en gat opnað ólíkt okkur. Þeir komu að henni þar sem hún lá dáin rétt við dyrnar. Þar hafði hún legið í 2 vikur. Í hitabylgjunni.
Fæ þvílíka gæsahúð að hugsa um ef ég væri ekki svona klaufsk við að opna með lykli. Af lyktinni að dæma sem var um allan stigaganginn hefur þetta ekki verið fögur sjón. Hef stundum hugsað um hversu óhugnalegt það væri að koma að einhverjum dánum en aldrei ímyndað mér að maður gæti lent í hálfgerðu CSI drama.
Allir þeir sem eiga gamla ættingja sem búa einir; Hringið í þá oftar en 2 í mánuði....
Afskaplega er ég líka fegin að vinna ekki í löggunni.

2 ummæli:

Stínfríður sagði...

Ó mæ!! Fjúkk, þetta hefði verið hræðilegt að sjá! En skrýtið að hafa næstum lent í þessu.
Jæja ég fer að fara að blogga, búin að vera eitthvað voða bissí og þarafleiðandi ekki nennt því...
Knús.

Stínfríður sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.