föstudagur, júní 30, 2006

Lífið er lag!

Lífið er gott núna! Hingað hefur borist hitabylgja og gleðin ræður ríkjum. Finnst vinnan mín bara fín núna og er yfirleitt glöð að hafa ákveðið að vera hér í sumar. Ég og Aysu erum svo að fara til Stokkhólms á morgun og munum gista eina nótt hjá Ericu sem þar býr. Ætlum að eyða deginum í stórborginni, fara í lautarferð og ganga um og skoða svo næturlífið þegar líður á daginn. Ekkert að því.
Er annars búin að eyða hálfu föstudagskvöldinu í að setja inn myndir úr Íslandsreisunni sem eru komnar inn hér til hægri undir "myndir". Njótið vel!
God helg alla i hoppa

miðvikudagur, júní 28, 2006

Komin "heim"

Þá er ég komin aftur til Uppsala eftir góða og allt of stutta Íslandsferð. Ættarmótið um helgina fór vel fram og án teljandi óláta. Afkomendur Egils Jónassonar voru að sjálfsögðu mestu partýdýrin og Sigríður Larsen vann bæði kvöldin í að fara síðust að sofa. Get ekki verið annað en stollt að koma úr þessari fjölskyldu. Hér til hliðar er mynd af afa og hans liði.
Byrjaði síðan að vinna í gær. Þegar ég fór að sofa kvöldið áður stóð í ég þeirri trú að ég ætti að byrja að vinna klukkan 7:15 en þegar ég vaknaði um morguninn leit ég betur á skemað og þar stóð að ég ætti að byrja klukkan 6:45. Ég var enn frekar þreytt eftir ættarmótið mikla og ferðina út og fékk smá taugaveiklunarkast þar sem þá var klukkan 6:25 og það tekur um hálftíma að hjóla. Ég spýtist út og sé þá mér til mikillar mæðu að það er mígandi rigning og ég klædd í sandala og hnébuxur. Hef hins vegar ekki tíma til að skipta og hjóla af stað á milljón. Náði til vinnustaðarins um 5 til 10 mínútum of seint afar blaut og sveitt og þreytt og stressuð. Það kemur hins vegar á daginn að ég átti að byrja klukkan 7:15 svo taugaveiklunarkastið var algerlega óþarft. Fór svo á stjá að sinna gamla fólkinu sem er því miður mun veikara en það sem ég hugsaði um þegar ég bjó í Täby. Held nú samt að þetta verði allt í lagi þegar ég verð komin inn í þetta, verð útsofin, í þurrum skóm og það er ekki eins þunglyndislegt veður eins og í gær. Ég er síðan að fara að vinna á eftir klukkan hálf 3 til 10 sem var afar hentugt svo ég gæti loksins sofið almennilega.
Mun bráðlega reyna að setja inn myndir af Íslandsreisunni og síðan var planið að setja inn fullt af nýjum myndum héðan sem fyrst því ég keypti mér myndavél í fríhöfninni en klára ég gleymdi henni hjá Gyðu í Reykjavík.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Íslandspóstur

Þá er maður staddur á Íslandi. Alltaf gott að vera komin heim þó það hafi verið dálítil viðbrigði að koma beint úr 24 stiga hita og sól í 6 stiga hita og mígandi rigningu. Ég held alltaf að Ísland sé ekki svo mikið kaldara en hin Norðurlöndin en þegar ég lendi í Keflavík tekur sannleiksstundin við þegar kuldinn nístir að beini. Auðvitað samt batnar þetta þegar norðar dregur því það er jú alltaf gott veður á Akureyri.
Það er svo ættarmót um helgina og dönsku ættmennin streyma hingað í kuldann. Á síðasta ættarmóti fyrir 5 árum vorum við öll barnabörn Egils Jónassonar einhleyp og stungum í stúf við afkomendur hinna systkinana og héldum til í unglingatjaldinu, einhleyp og barnlaus. Nú hafa frændsystkini mín fjölgað sér og tekið sér maka. Ég og mín systkini stöndum hins vegar okkar plikt og erum í nákvæmlega sömu sporum og fyrir 5 árum síðan. Unglingatjaldið mun verða hálftómt þessa helgina.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Jibbí

....og.....ég fékk B fyrir ritgerðina mína! Er mjööööög ánægð enda búin að fá arfaslakar einkunnir hér í þessu námi mínu og nú voru aðeins 2 með A og ekki svo margir með B. Gaman að fá staðfestingu á því að maður er ekki algjörlega vonlaus eftir allt saman!

Heimkoma á morgun

Hér erum við systur sælar og glaðar í sænska sumarveðrinu.
Á morgun kem ég hins vegar í kuldann á Íslandi. Það verður samt gaman.
Sé ykkur vonandi flest, lesendur góðir.

Hej så länge

mánudagur, júní 12, 2006

Dagný í Uppsala

Þá er litla systir komin sem er alveg að bjarga mér frá að leggjast fyrir í þunglyndi vegna allra kveðjustundana. Við hjóluðum í bæinn í kvöld og hittum Alec og Aysu á veitingastað. Dagnýju fannast erfitt að hjóla alla þessa leið í hitanum svo við tókum smá pásu á leiðinni, sjá að ofan og neðan!
Vígaleg á hjólinu hans Tobiasar sem er í stæðsta lagi.

Alec að fara til Narvik. Hann mun verða í viku að ganga þar um fjöll og fyrnindi í nágrenninu, fjarri mannabyggðum.
Við áttum dramatíska kveðjustund á lestarpallinum...

Nenni ekki að skrifa meira í bili!

sunnudagur, júní 11, 2006

Lokakvöldið

Vá, hvað var gaman og vá hvað þetta var líka sorglegt. Er hér með tárin í augunum að skoða myndirnar. Mun kannski aldrei sjá þetta fólk aftur. Eins gott að Dagný er að koma á morgun svona til að hafa e-ð skemmtilegt að hugsa um. Alla vega nokkrar myndir frá kvöldinu góða. Veitingastaðurinn var frábær og veðrið enn betra svo við gátum verið á veröndinni og horft út á vatnið. Hér fyrst eru elsklingarnir mínir þau Alec og Aysu.
Aysu og diplomatinn Gabriel

Cheong (sem fékk jakkafötin sérsend frá Kóreu fyrir tilefnið), Jonas, Aysu, Gabriel og Joakim
Aysu, Keit, Alena, Rieneke, ég sjálf, Suna og Sue
Í Lilla Sunnersta áður en við fórum á veitingastaðinn
Fínar stúlkur ekki satt. Cheong sagði að þetta hafði verið eins og keppni í Miss World! Hann kann að sjarma dömurnar!

föstudagur, júní 09, 2006

Myndir

Setti nokkrar nýjar myndir inn á myndasíðuna en fríi kvótinn minn er uppurinn hjá því ágæta fyrirtæki, Fotki, svo ekki eru þær margar.
Sit hér og er að föndra fána bekkjarfélaga minna til að setja á borðið á veitingastaðnum á morgun, í staðinn fyrir að setja nöfnin á þeim, þá verða fánar. Alltaf gaman að föndra, þó ég sé orðin frekar þreytt á að lita sænska fánann, allt of margir Svíar í bekknum!

Búin

Síðasti skóladagurinn búinn og masterinn nokkurn veginn kominn í hús. Bíð bara eftir einkunn sem kemur í byrjun næstu viku. Vörnin á ritgerðinni gekk alveg hreint ágætlega enda vorum við Aysu búnar að bera saman bækur okkar áður.
Þegar allir voru búnir að verja ritgerðirnar sínar hélt kennarinn tilfinningaríka tölu um hvað hann hefði lært mikið af okkur og svo videre. Anthony og Aysu létu sömuleiðis tilfinningar sínar í ljós og lofuðu árið og hópinn allan. Þessi mynd er tekin beint á eftir. Allir áttu að hoppa en mismikill metnaður lagður í hoppinn, sýnist Aysu og Cheong hoppa hæst. Nokkrir eru týndir bak við. Fórum svo að ánni og sátum þar í góða veðrinu og sumir fóru út um kvöldið en margir þó bara heim í háttinn, þ.á.m. ég sem var alveg búin á því. Í dag var svo smá grill og sólbað hjá Hönnu. Afar huggulegt að liggja í grasinu, spila fótbolta og eta. Í kvöld er svo bara afslappelsi enda liggur mikið við á morgun. Lokakvöldverðurinn sjálfur. Byrjað verður klukkan 5 og svo lagt í 3ja rétta máltíð á einum fínasta veitingastaðnum hér í Uppsala, alla vega er staðsetningin frábær, rétt við afar fallegt vatn hér í nágrenni Lilla Sunnersta. Þar munum við geta setið á veröndinni við vatnið í góða veðrinu sem er nú loksins komið.
Það verður gaman og líka afar, afar, afar sorglegt.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Síðasti skóladagurinn

Er að bíða eftir að fara í seinni daginn í mastersritgerðarvörnum (hmm, skrítið orð). Var í gær allan daginn að hlusta á bekkjarfélaga mína ræða ritgerðirnar sínar og mun ég verja mína í dag. Hnútur í maga en ætli ég lifi það ekki af eins og annað. Varð hugsað til þess að þetta gæti verið síðasti skóladagurinn minn, ever! Finnst það nokkuð sorglegt enda er skóli almennt skemmtilegri en vinna, þó að stressið sem fylgir skólagöngu sé ekki endilega eftirsóknarvert.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Memorieeeees

Fékk smá nostalgíukast þegar ég minntist á Indland (+ mér leiðist) þannig að ég ákvað að skella hér inn nokkrum myndum svona mér til gamans og vonandi öðrum líka! Hér að ofan er The Happy Valley teekran í Darjeeling. Fallegasti staður sem ég hef komið á sem og besti barinn á Indlandi (sem ég hef komið á!)
Hér er Sólrún að bindast svitaböndum við rickshaw bílstjórann okkar. Slíkum böndum bannst maður nokkrum innfæddum sem og sérlega sterkum við vinkonar sínar. Sérstaklega þó í hinni margrómuðu 13 klukkustunda rútuferð í "lúxusrútunni" þar sem við vorum 3 í öftustu röð ásamt 5 manna fjölskyldu.
Lótushofið í Delí. Alltaf þurfti maður að fara úr skóm sem mér þótti afar erfitt í fyrstu enda finnst mér fátt viðbjóðslegra en að vera á tánum annars staðar en í sturtu (og þá meina ég ekki í sundi, það er ógeð).
Hér bregður Guðrún á leik og þykist vera að keyra rickshawinn. Sniðugar alltaf hreint!

Áframhaldandi lærdómur, matur og heimkoma

Hefði ekki átt að fagna sumrinu of fljótt, sé á kortunum að það er betra veður á Íslandi en hér. Svo sem engin snjókoma, en varla sólbaðsveður þó. Truflar mig reyndar ekki svo mikið þar sem ég þarf að undirbúa mig fyrir seminarið á morgun. Er að lesa ritgerðina hennar Sunu í annað skiptið. Það tekur mig svona 4 tíma að lesa yfir þetta almennilega. Athyglin er víðs fjarri. Einnig er ótrúlega erfitt að finna eitthvað til að setja út á, er að rembast við að benda á hitt og þetta sem ég veit ekkert hvort er bara bull í mér eða ekki. Held það sé erfiðara að vera gagnrýnandi heldur en að verja sitt eigið verk. Annars verður þetta ekki skemmtilegt að fara yfir allar ritgerðirnar. Þetta tekur 2 daga, og byrjum við klukkan 9 og endum 17:30 og fáum eina hádegispásu. Úff.
Tejal hin indverska eldaði inverskan mat handa öllum bekknum í gær. Bauð upp á ótal rétti og gerði næstum út af við nokkra hvolpa í bekknum vegna styrkleika matarins. Fólk var að blanda jógúrti við 50/50 til að höndla ósköpin. Mér fannst þetta fínt. Veit þó að foreldrar mínir hefðu svitnað duglega! Við vestræna fólkið beittum stálgöfflum við að skófla matnum upp í okkur en Indverjinn notaði guðsgafflana. Varð þó hugsað til þess þegar við vorum á Indlandi fyrir ári síðan. Í einni lestarferðinni fengum við matarbakka með engum áhöldum til átu og ég reyndi að pota í þetta en Sólrún var fagmanlegri svo ekki sé talað um Guðrúnu sem var eins og innfædd. Man að pempíuskapurinn vakti nokkra kátínu meðal klefafélaga okkar. Ég hef líka líklega þótt heldur ógeðfelld að nota hina "óæðri" vinstri hendi til að borða með. Hún er víst ætluð í annað.

Nánari ferðaáætlun fyrir Stínu og fleiri: Kem til Íslands þann 16. júní. Býst við að fara nánast beint til Akureyrar. Verð á Akureyri vikuna á eftir en helginni mun ég síðan eyða á ættarmóti. Á sunnudeginu 25. júní fer ég svo suður og daginn eftir árla morguns aftur til Svíþjóðar. Allt of stutt :(

sunnudagur, júní 04, 2006

Sumar

Loksins er sumarið komið aftur og hægt er að fara vettlingalaus út úr húsi! Skellti mér í smá sólbað í þeirri von um að endurheimta brúnkuna frá því í maíbyrjun. Eftir að hafa legið nokkra stund mundi ég eftir sögu úr dýraríkinu sem ég heyrði fyrir nokkru. Í Svíþjóð eru snákar, já og sumir eru meira að segja eitraðir. Tveir af mínum bekkjarfélögum sem búa hér í Lilla Sunnersta hafa mætt slíkum kvikindum (reyndar ekki eitruðum) hér í nágrenninu. Þegar ég loksins hef nokkurn veginn náð að komast yfir sjúklega hræðslu mína á röndóttum flugum sem stinga, hef ég nú þróað með mér snákahræðslu. Ætli ég verði ekki bara að vera hvít í sumar, býst við að það taki nokkur ár að komast yfir snákafóbíuna, tók mig alla vega næstum 25 ára að fá ekki tryllingskast þegar feit, röndótt býfluga var í nágrenninu.
Síðustu dagar hafa verið nokkuð góðir. Horft á gæðasjónvarpsefni á daginn og farið út á kvöldin. Lífsstíll sem virðist henta mér ágætlega. Fórum út í gær, mitt 4ða kvöld í röð. Gat ekki sagt nei, því þetta var síðasta kvöld Michaels. Hann er pólskur Kanadamaður sem heldur að hann sé Latinói. Hann var glaður að komast héðan. Hann kom hingað með það markmið að finna sér ljóshærða, sænska, sæta kærustu. Komst fljótt að því að þær voru ekki eins æstar í hann og hann í þær. Þá reyndi hann það næstabesta og reyndi við allar bekkjarsystur sínar. Tókst ekki heldur. Fann sér svo eldri konu í Bandaríkjunum. Fólk er sem sé byrjað að tínast í burtu. Reyndar er seminarið ekki fyrr en á miðvikudag og fimmtudag en það kláruðu ekki allir ritgerðirnar og skila því seinna.
Ætli ég verði ekki að fara að byrja að lesa ritgerðina sem ég á að gagnrýna. Fékk ritgerð Sunu frá Tyrklandi og hún er ein af þeim styttri í bekknum sem er vel því ekki nenni ég að lesa of mikið.
Annars eru bara 2 vikur í að ég fari heim!!!! Jibbí

föstudagur, júní 02, 2006

Fagn í Uppsölum - dagur 3

Takk fyrir allar heillaóskirnar. Þetta er nú samt ekki alveg búið, á eftir að verja ritgerðina sem ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir. Fékk hins vegar Aysu sem minn gagnrýnenda svo ég ætti ekkert að vera of stressuð. Ætlum að æfa okkur vel svo ég deyji ekki úr taugaveiklun.
Annars var fagnið í gær alveg hreint ágætt. Fórum í Systembolaget (ríkið) strax eftir að hafa skilað ritgerðunum og héldum svo með búsið á svalirnar hennar Aysu. Tók strætó heim klukkan 10 ansi hreint hress. Ætlum að hafa framhald af fagni í kvöld. Vona að ég endist lengur í þetta sinn.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Ekki aftur snúið

Búin að prenta út ósköpin fyrir 350 kall sænskar. Vel sloppið bara myndi ég segja!!!
Fórum nokkur á barinn að fagna þó meira fagn verði auðvitað á morgun þegar við skilum þessum skratta inn. Er farin í bólið.