mánudagur, apríl 30, 2007
Eftir helgi
Annars var þetta fyrirmyndarhelgi enda var hér yfir 20 stiga hiti og sól. Reyndi því að ná mér í brúnku og hékk úti á palli og í sundi eins og flestallir Akureyringar. Ekki slæmt að ná sér í smá lit svona áður en maður flytur í rigninguna og myrkrið í Reykjavíkurborg.
föstudagur, apríl 27, 2007
Herinn burt - 2. umferð
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Pirri pú
Sömuleiðis er það gamla fólkið í sundi sem getur líka fyllt mig pirring. Það syndir hægt og hægir því einnig á ferð minni. Ekki líður á löngu þar til ég verð síðan ein af þeim og pirrast út í þetta unga fólk sem er alltaf að hamast við að taka fram úr manni.
Sem sé ótrúlega mikill pirringur sem á sér stað. Er það kannski bara ég sem er svona pirruð eða er þetta landlægur vandi?
mánudagur, apríl 23, 2007
Alltaf fór ég suður
Ég er sem sé að flytja til Reykjavíkur. Mun eyða sumrinu þar en það hef ég aldrei gert áður. Sé fyrir mér í hyllingum að hangsast á Austurvelli í sól um sumaryl. Líklegast verður þó alltaf rigning eins og svo of áður. Ég er að fara að vinna í Vesturgarði sem er þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Mun þar þjónusta íbúa þessa bæjarhluta við hin ýmsustu mál. Þægileg innivinna, og það er allt sem ég bið um. Efa það að mastersgráða mín á alþjóðastjórnmálum muni koma mér að einhverju gagni þar en get svo sem sinnt þessu þar til ég verð utanríkisráðherra. Maður verður nú að eiga fyrir salti í grautinn.
sunnudagur, apríl 22, 2007
"Mamman" ég
föstudagur, apríl 20, 2007
Samviskubitsdraugurinn segir til sín
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Bæ bæ Pravda
Leiðinlegra þykir mér að Kebabhúsið og annað þurfti að fylgja með, á þaðan góðar minningar af síðkvöldum. Auðvitað líka leiðinlegt að falleg, gömul hús urðu eldinum að bráð, auðvitað ekki að kenna að subbulýður kom sér fyrir í þeim.
Fannst Vilhjálmur borgarstjóri annars fyndinn í gær. Hann var þarna á slysstað íklæddur allsherjar slökkviliðsgalla. Ætli hann hafi leikið stórt hlutverk í að ráða niðurlögum eldsins, svona miðað við búnaðinn mætti ætla það.
Sumar
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Ælíf æska?
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Akureyri ER vs. Chicago ER
- Sætir læknar: Í Chicago virðast flestallir læknarnir hafa fengið gott útlit í vöggugjöf. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um þá á Akureyri. Ég er nú kannski ekki að segja að þeir séu eitthvað forljótir en fríðleikinn er svona ekkert meiri en hjá öðrum stéttum. Reyndar á hvíti sloppurinn það til að gæða hversdagslega útlítandi pilta betri ásjónu en slíkt getur verið villandi. Ég man t.d. eftir að hafa þótt einn unglæknirinn svaka hott þegar ég vann á Akureyri ER fyrir mörgum árum. Sá þennan sama pilt einu sinni í daglega lífinu og skammaðist mín þá fyrir að hafa fundist hann eitthvað merkilegur. Í stað hvíta sloppsins var komin marglit, síð túristaúlpa og við var hann klæddur gulrótabuxum. Læknarnir á Chicago ER eru alltaf hott hvort sem þeir eru á vakt eða í frístundum.
- Útlenskir sætir læknar: Í Chicago ER er einna mest hott læknirinn með hreim og er þá bara meira hott. Á Akureyri ER er enginn læknir frá stríðshrjáðu landi sem bræðir ung meyjarhjörtu með tælandi talanda. Einu læknarnir með hreim sem slæðast einstaka sinnum á Akureyri ER eru miðaldra sérfræðingar með indverskan hreim. Ekki alveg sömu hughrifin.
- Einkennisbúningarnir: Á FSA fá starfsmenn niðurmjóar pokabuxur rykktar í mittið og víða nátttreyju yfir. Ég og Elma lékum okkur að því í gamla daga þegar við vorum skúringakonur að fara báðar í sömu buxurnar, sem sé með báðar lappir í sömu skálm á sömu buxunum. Á Chicago ER er fatnaðurinn mun aðsniðnari og klæðilegri.
- Starfsfólkið: Á Chicago ER sér maður nánast bara lækna við störf og einstaka hjúkkur og einn mann í afgreiðslunni. Á Akureyri ER er alls kyns annað fólk að þvælast um ganginn (það er sko bara einn gangur). Þarna er skúringafólk, fullt af hjúkkum, rafvirkjar og iðnaðarmenn á vappi, móttökuritarar og læknaritarar. Læknaritarar eru ekki til á Chicago ER eða eru alla vega ósýnilegir. Hef reyndar aldrei séð slíkt fólk þvælast um í einum einasta læknaþætti og er nú af nógu að taka.
- Tilfellin: Skotsár, hnífstungur, síamstvíburar og hitabeltissjúkdómar eru daglegt brauð í Chicago. Á Akureyri ER er hins vegar meira um tognun á ökkla, ótilgreinda magaverki og flís í auga. Hér lallar starfsfólkið einnig um gangana í rólegheitum en í Chicago er enginn tími í lall, þar er hlaupið.
Niðurstaða: Vildi frekar vera á ER í Chicago, þar virðist vera meira fjör. Verst að þar er minn starfsflokkur ekki til (þið sem fylgist ekki með þá er ég læknaritari þessa dagana) og því fengi ég aldrei vinnu þar.
laugardagur, apríl 14, 2007
Unglingar
Fannst hvíta fólkið miklu meira kúl og minna pirrandi. Ætli geislarnir í ljósunum hafi þessi áhrif á liðið?
föstudagur, apríl 13, 2007
Sætar stelpur!
Skemmtilegt fannst mér að sjá þarna í dómarasæti mann sem þekkir sko fegurðardrottningar af eigin reynslu enda potað alla vega í tvær ungfrúr Ísland. [Já, þegiði, ég veit ég er grunsamlega góð í slúðri] Þarna klipparinn þið vitið. Býst við að þegar hann hefur verið að velta fyrir sér stigagjöfinni hafi hann spurt sjálfan sig þeirrar spurningar, hvort hann væri til í að "gera" þessa eða hina. Þá sem honum þótti heppilegust til þess tarna gæfi hann svo flest stig. Svo sem ekki verri leið en hver önnur í þess háttar stigagjöf. Giska svo alveg eins á að dómararnir hafi bara valið eitthvað nafn af handahófi, enda voru þær alla vega allar nákvæmlega eins. Fyrir utan áðurnefndan hárlit, þó aðeins hafi verið tveir mismunandi.
Annars á maður ekki að vera að tala illa um svona keppnir. Það eru víst bara ljótar stelpur sem gera það sem eru svo sárar yfir því að hafa aldrei verið beðnar um að taka þátt. Það er svo sem rétt, ég hef aldrei verið beðin og verð það varla upp úr þessu. Ef mér hefði verið boðið það hefði ég sko sagt nei, en það mátti samt alveg spyrja. Hver stjórnar þessu eiginlega?
P.S. Meðfylgjandi mynd var sú fyrsta sem kom upp á google þegar ég sló inn beautyqueen. Merkilegt finnst ykkur ekki?
Vinna
Dk
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Fjórði í páskum
Stína kom í bæinn og við fórum nokkrum sínum á lífið sem og á tónleika og í leikhús. Meira hvað maður er orðinn menningarlegur svona í seinni tíð.
Eins og alltaf um hátíðisdaga hitti ég marga brottflutta Akureyringa sem var auðvitað gaman. En hvað það væri gaman að búa á Akureyri ef aldrei neitt af þessu fólki hefði flutt í burtu. Finnst það ætti að fara af stað átak og smala öllum brottfluttum frá Reykjavík til fyrri byggða. Mér finnst ósanngjarnt að skemmtilega fólkið flytur allt til Reykjavíkur.
Meiri kónguló
Þegar ég ætlaði að búa um rúmið mitt einn morguninn var dauð kónguló akkurat þar sem herðablöð mín hafa hvílt. Ætli ég hafi legið á henni alla nóttina?
fimmtudagur, apríl 05, 2007
For Keit
It is extremely easy to get nostalgic about this time. All the pictures from different occasion in
I miss it all the same. I think it was the best year of my life and I guess it was for some of my fellow students as well. I hope we will all meet again one day.
Happy Eastern!
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Óboðinn gestur
mánudagur, apríl 02, 2007
Daginn eftir
Sorrí!
sunnudagur, apríl 01, 2007
Miðar
Nú er mér vandi á höndum! Ég svaraði nokkrum laufléttum spurningum um Björk inni á síðu Rokklands á Rás 2 um daginn þar sem í verðlaun voru 2 miðar á tónleikana hennar núna 7. apríl. Ég bjóst nú ekki við að vinna þá en svo kom annað á daginn. Nafn mitt var dregið úr einhverjum potti svo nú sit ég uppi með 2 miða sem er ekki eins gleðilegt og ætla mætti. Ég festi nefnilega í gær kaup á leikhúsmiðum hérna á Akureyri þetta sama kvöld. Því ætla ég að bjóða áhugasömum að láta mig vita ef þeir vilja þessa miða á tónleikana. Ég þekki svo sem ekkert marga sem verða í Reykjavík þegar þetta verður en sem sé bara að láta vita í kommentakerfið ef áhugi er á miðunum. Ég vel svo þann sem mér þykir skemmtilegastur.