Mínu heilbrigða líferni er hvergi nærri lokið. Dagurinn byrjaði með göngutúr í Kjarnaskógi í sólinni og síðan tók við sundferð og nú sit ég á Karólínu með kaffi. Það er af sem áður var þegar helgar voru teknar í djamm og djús. Kann nú betur við þetta líf, svona alla vega enn sem komið er.
Heyrði á tal nokkurra unglinga í sundi þar sem þau voru að ræða hvað þau hefðu verið ógeðslega full og flippuð í gærkvöldi. Vona að ég hafi aldrei verið svona hallærisleg en hef það samt örugglega. Einn gaurinn var svona að rifja upp hverjar hann hefði nú verið að kyssa og hvar hann hafði eiginlega endað kvöldið. Úffúffpúff. Bara vandræðalegt að hlusta á þetta. Kannski ég sé bara orðin forpokuð kelling.
sunnudagur, mars 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Vá en falleg mynd!! :)
Gaman ad sjá Núma á gøngu.Eg er ´Aalborg og hér eru snjóskaflar út um allt,fólk hvarta og hveinar út af snjó,sammt eru allar gøtur audar
og ekki hefur snjóad á viku.
Kjørbúdini hjá Agli var lokad um midjan dag vegna vedurs,fólk hammstradi mjólk og gér,tad er ekki hægt annad en ad hlægja af dønum,ættu ad pófa ad búa á Akureyri einn snjóavetur......
Emelie er sofnud og er hún yndi og ´mjøg hrifin af ømmu systur
vá, ég hálf öfunda þig af líferni þínu þessa dagana, þetta virðist svo yndislegt, stresslaust og fallegt. sjálf er ég hálf taugaveikluð í borginni.. ég kem til þín á skíði um páskana!
Já, Danirnir sem og aðrir útlendingar eru hálf fyndnir þegar svona aðstæður komu upp. Fussa enn þegar ég minnist "snjóstormsins agalega" sem geysaði í Svíþjóð þegar ég bjó þar.
Þetta er ágætis líf sem ég lifi, ég veit það vel. Er hins vegar hrædd um að mér þykir erfitt að þurfa einhvrern tíma að fara að vinna og vakna snemma eins og annað fólk.
Hlakka til að fá þig með á skíði. Svo get ég líka farið í sund með þér, þú hefur nú lengi reynt að fá mig með þér í svoleiðis án árangurs
Já anna mín, þú varst ekkert síður hallærisleg... ég skal samt ekkert fara að rifja neitt upp hér ;)
Tek undir með Krissý, flottar myndir!
Skrifa ummæli