laugardagur, mars 03, 2007

Skíðagarpar

Við systur gerðumst svo heilbrigðar að leigja okkur gönguskíði og fara út í Kjarnaskóg á föstudagskvöldi og skíða þar um svæðið. Dagný var öllu hugaðari í brekkunum og lét sig góssa niður þær á fullri ferð á meðan ég var varkár og fór hægar yfir. Hér að ofan má sjá hvernig fer fyrir þeim sem rennur of mikið kapp í kinn. Að neðan má sjá mig yfirvegaða og rólega og einbeita mér að þeirri tækni sem til þarf til að gönguskíða í stað þess að hlunkast niður brekkur eins og bavíani.
Ansi er þetta annars hressilegt sport og ekki verra að hafa slíka aðstöðu eins og úti í Kjarnaskógi með norðurljósin yfir sér. Ef ég hefði ekki fyllst þjóðernisrembingi yfir þessu ætti ég nú bara að flytja aftur til útlanda.

Engin ummæli: