fimmtudagur, mars 01, 2007

Snjór, snjór, snjór og aftur snjór

Úti er alltaf að snjóa eins og segir í kvæðinu. Hér á Akueyri er heldur jólalegt um að litast þessa dagana. Huggulegt segi ég, agalegt segja foreldrarnir. Skil ekki hvað allir eru svona mikið á móti snjó. Hann gerir allt svo fallegt og dregur úr dimmu og þunglyndi.
Eitt þó sem er ansi hvimleiður fylgikvilli snjós. Blautir fætur. Allir mínir skór sem ekki eru hælaskór, eru að syngja sitt síðasta og geng ég því um í strigaskóm í snjónum. Fór í smá skóleiðangur áðan og mátaði þar stígvél sem voru svo asskoti lekker á mynd í dagskránni en þegar ég sá þau berum augum lá mér við uppköstum.
Svo sem ágætt þó að ég er ekkert að eyða peningum í slíka munaðarvöru sem skór eru svona á þessum síðustu og verstu tímum atvinnuleysisins. Þarf hvort eð er ekkert út úr húsi og hver þarf þá aðra skó en inniskó og af þeim á ég nóg.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha þetta rímaði alveg hrikalega flott hjá þarna í lokin!! Ég hvet þig annars til að skella þér á Hróa og hitta mig og fleiri :)Ég ætla sko sama hvort ég muni eiga fyrir því eður ei, nú ætla ég bara að gera skemmtilega hluti því ég gerði bara leiðinlega hluti á seinasta ári!! hehe næstum því amk.

Nafnlaus sagði...

Hvað ættiru að skrifa í blöðin????
Þetta! Þetta er ekki staf síðra heldur en margir pistlarnir aftan á fréttablaðinu!!!! Og hana nú!