Margt ljótt gerist í heiminum. Það veit maður vel. En oftast nær er maður ekkert að velta því of mikið fyrir sér því það er óþægilegt og setur manni of miklar skorður.
Svo gerist það annað slagið að maður er hraktur úr þessu þæginda fáfræði greni sínu. Þetta vita þeir sem horfðu á dönsku heimildamyndina á Rúv í gærkvöldi; Tilboð sem drepa, held ég að hún hafi heitið. Hún fjallaði um hvernig við Vesturlandabúar, sem alltaf viljum fá sem mest fyrir sem minnst, ýtum undir hræðilegar aðstæður verkafólks í 3ja heiminum með því að kaupa vörur sem við öll vitum að eru framleiddar við vondar aðstæður. Enginn getur sagst ekki vita að það sé ekki eitthvað dularfullt við það að geta keypt eitthvert kertastjakarusl í Rúmfó á 99kr. Það að þykjast ekki vita er engin afsökun. Þú veist en hefur kosið að þykjast ekki vita.
Samfélag okkar er að kafna í rusli. Allir eiga mikið meira en þeir þurfa. Allir henda dóti sem ekkert er að af því það á svo mikið af því. Ég líka. Við erum að sanka að okkur dóti af því að það er svo sjúklega ódýrt en hvað höfum við að gera með allar þessar heimskulegu styttur og það að eiga 10 sett af rúmfötum eða handklæði fyrir hvern einasta dag mánaðarins.
Ég skil alveg að fólk vilji kaupa ódýrt. En einmitt vegna þess að allt er svo ódýrt kaupum við bara margfalt meira. Svo ég fari nú ekki að tala um hvað þetta dót veitir okkur enga ánægju af því við eigum hvort eð er svo mikið.
Það sem ég sé sem svo einfalda lausn, en ég veit að er samt svo erfið, er að neitendur fari að gera kröfu á að vörurnar sem það kaupir séu framleiddar við mannsæmandi aðstæður. Auðvitað yrði draslið dýrara en er það ekki bara allt í lagi. Ég þyrfti þá kannski bara að safna mér fyrir t.d. brauðrist í stað þess að rjúka út í búð samstundis sem mér dettur í hug að það gæti verið sniðugt að kaupa mér svoleiðis.
Ég ætla alla vega að reyna að bæta mig
miðvikudagur, mars 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Já ég horfði einmitt á brot af þessu í gær og djöfull hafði ég nú gott af því eins og aðrir!!!
Já og svo verslar EKKERT evrópskt fyrirtæki við verksmiðjuna sem ER actually að standa sig í stykkinu, býður upp á mannsæmandi aðstæður og notar náttúruvænar aðferðir.
Hvernig getur maður samt vitað hvort vara hafi verið framleidd við mannsæmandi aðstæður eða ekki?? Ég er til dæmis viss um að það sé rangt að halda að það sé einungis ódýrt drasl sem er framleitt þannig. Til dæmis eru margir dýrir skór framleiddir í einhverjum svona verksmiðjum. Ég er alveg sammála þér í þessu en held samt að þetta sé mjög erfitt verkefni fyrir jón og gunnu að ætla sér að sniðgagna allt svona.
Auðvitað getur verið erfitt að nálgast vörur sem eru framleiddar við mannsæmandi aðstæður og eru Íslendingar sérlega illa að sér þegar kemur að slíku og ekki veit ég til að nein verslun einbeiti sér einmitt af þessu. En það sem hægt er að gera er að spyrja sölumann hvar og hvernig vara er framleidd (sem viðkomandi getur líklega ekki svarað) en myndi þó líklega geta komist að. Ef verslunarfólk verður var við að fólki sé ekki skítsama hvernig var er framleitt hlýtur smám saman að myndast þrýstingur. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fólk er yfirleitt of latt og sjálfmiðað til að standa í þessu en maður má alltaf vona.
Hægt að kynna sér málið í gegnum www.fairtrade.org.uk og þar er hægt að lesa sér til um efnið sem og finna alls kyns góða linka
Málið er að það er allt of lítið selt af Fair Trade vörum. Ég verð meira vör við þær hér í Englandi, en hér má t.d. fá Fair Trade appelsínur, banana, súkkulaði og margt fleira. Það þarf oftar að gera rassíu í þessum málum, eins og þegar Adidas og Nike voru tekin í gegn því það skilaði árangri. Þetta eru hræðilegar aðstæður sem börn og fullorðnir eru að vinna við víða í heiminum. Hefði gjarnan viljað sjá þennan þátt.
Sá þátt hér um að dönsk fyrirtæki gera mikið úr því að koma í veg fyrir að þeirra vörur séu framleiddar af börnum við slæmar aðstæður. Einn maðurinn sagði að hann heimsótti sína verksmiðju í Kína og allt leit rosa vel út en svo stalst hann til að kíkja bakvið bygginguna og þar voru börn að vinna við hrikalega aðstæður. Þannig að þetta getur verið pínu flókið mál. Talandi um Fair Trade þá er ein slík búð hérna í Aarhus en ég hef aldrei farið inn í hana því þetta lítur út fyrir að vera svona ekta mussu,reykelsis og hippabúð og ekki mjög aðlaðandi. Það þarf bara að "Branda" þetta fyrirbæri betur þannig að fólki finnist það eftirsóknarvert og cool að vera "aware". Rosa gott að þú komir af stað umræðu um þetta Anna, það er til dæmis eitthvað sem hjálpar.
Takk fyrir það sæta mín!
Þó Þórhildur vinkona mín sé náttúrulega mun betur að sér um þessi mál en ég og hefur í alvöru gert eitthvað í nafni Fair trade
flott ad thu takir upp thessa umrædu, manni veitir ekki ad adhaldi i thessum malum... thad er einhvernveginn alltaf einfaldast ad thykjast ekki vita...;o( og gleyma...
en thad virkar ad spyrjast fyrir um thessar vörur, thad er Fair Trade vörur... her er allavegan buin ad vera jakvæd throun vardandi adgengi ad Fair Trade vörum, hægt ad kaup fótbolta, föt, gjafir, kaffi, te, vín, ávexti, blóm og svo framvegis, en thad fannst varla fair trade kaffi thegar eg kom til norge i 1999. og eg held ad thessi throun se einfaldlega vegna aukinnar eftirspurnar...
annars leidinlegt ad heyra ad thu skulir til danmerkur thann 14. júlí, thvi eg verd akkurat a islandi fra 29. juni til 15 júlí... en eg vona ad eg nái nú eithvað að sjá thig! ;o)
Skrifa ummæli