Var að fletta gegnum Blaðið rétt í þessu og varð næstum óglatt. Ekki var þar um að kenna rúgbrauðinu sem ég var að gúffa í mig, sem var b.t.w. afar ljúffengt, heldur úttekt á dýrustu töskum heims. Ég hafði lengi staðið í þeirri trú að dýrasta taska í heimi væri á tæpa milljón og fannst mér nóg um. Einfeldni mín kom þarna berlega í ljós. Töskurnar (þar sem ein leit út eins og keypt í Sigga Gúmm þegar sú verslun var og hét) voru hins vegar flestar á tæpar 3 milljónir og ein á rúmar 10 millur. Það var svo sem ekki mikið skrifað um hverja tösku en held þó að þetta hafi ekki verið íbúðahús í líki handtösku svo ég býst við að þetta sé venjuleg taska til að halda á og geyma í dót.
Ég skil ekki alveg hvað getur verið svona stórkostlegt við svona gripi að það er vert að eyða í þær peningum sem gætu komið á fót nokkrum skólum í fátækum löndum (athugið; ekki fræðilegar fengnar tölur).
Finnst eiginlega að fólk sem eyðir svona miklum peningum í eitthvert drasl ætti að vera svipt peningaforræði því það kann augljóslega ekki með slíka að fara.
fimmtudagur, mars 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Er þetta ekki bara dæmi um Fínu föt keisarans??? Ég skal veðja að Victoria Beckham á eina svona fáránlega tösku. Bendi annars á að þú færð ekki neitt íbúðarhús fyrir svona smápeninga, því miður kostar allt miklu meira en tíu millur. Hérna í Aarhus kosta 50 fermetrarnir minnst 20 millur!! Það er jafn fáránlegt og þessar snobbtöskur.
Geri mér nú reyndar grein fyrir að fyrir 10 millur fengist í mesta lagi 20 fm kjallargreni en það er alla vega húsaskjól, ekki taska!
Jésús minn hvað þú ert púkó Anna! Ertu að segja mér að þú eigir ekki eina slíka tösku eins og allar almennilegar konur??
Ja tetta med tøskurnar.Eg er tøsku sjúk,en kaupi yfirleitt ekki dýrar tøskur,helst á tilbodi,á eina orginal,keypt ´markadi í póllandi
og tóttist gera gód kaup,var einmit ad taka hana úr skápnum um daginn,er ágætis vortaska....Laxableik David Jones orginal,,,,,,borgadi 6oo kr ísl,sællar minningar tar
Er nú sömuleiðis sek um einhvern snert af töskusýki.Á þó aðallega töskur frá hinum virta tískuframleiðanda H&M, enginn orginall á mínum bæ
Ég telst víst vera með töskusýki á háu stigi og á um 60 stk!! En þær eru allar úr H&M og svoleiðis búðum. Dettur ekki í hug að kaupa mér eina tösku fyrir fleiri þúsundir. Ekki það, að ég hefði ekkert á móti því að eiga eina Gucci tösku, en ætli hún verði ekki að bíða þar til ég verð orðin milljónamæringur......sem sagt í næsta lífi sennilega ;)
Og svo verð ég auðvitað að segja mér til málsbóta, svona áður en einhver fær heilablóðfall vegna töskufjölda míns, að ég er náttúrlega frekar öldruð kona og hef verið að safna þessum töskum sl. 15 ár eða svo. Er maður annars ekki frekar gamall þegar 35 ára aldrinum er náð?
Ég veit það ekki, ég er bara 32 ára og ekkert byrjaður að spá í hvernig manni líði um 35 ára aldurinn. Hef þó heyrt að uppúr því fari að verða á brattann að sækja :o)
Ég kaufffti mér nú bara "Mans bag" á 5 Evrur á útimarkaði í Pisa á Ítalíu og hún dugir alveg.
Kveðja norður á Ak.
Jón Gunnar.
Skrifa ummæli