miðvikudagur, mars 21, 2007

Margur verður af aurum api

Við lifum í neyslu- og græðgis þjóðfélagi þar sem allir keppast um að eiga sem fínasta hluti því þá heldur fólk að það verði loksins ánægt. Í mörgum tilfellum finnst mér þessi árátta fólks aðeins sanna það enn betur hvað fólk er almennt miklir apar. Nú er enginn maður með mönnum nema að eiga alla vega 40" sjónvarp með flatskjá. Því stærra því betra. Fólk nánast froðufellir af hneikslan þegar það heyrir að ég eigi bara 14" venjulegt sjónvarp og að þegar ég segist una sátt við mitt heldur fólk eflaust að ég sé að ljúga og sé vísast öfundsjúk út í þá sem eiga sjónvarp sem nær yfir hálfan stofuvegginn.
Vegna þessa þykir mér afar einkennilegt að nú sé það nýjasta nýtt í sjónvarpsmálum, að hægt eigi að vera að horfa á sjónvarp í gemsanum sínum. Ég hef svo sem ekki mikið séð þessa 3ju kynslóðar síma með berum augum en ég held að nokkuð ljóst sé að þeir séu með minni en 14" skjá. Af hverju er þá kúl að horfa á sjónvarp á svoleiðis skjá?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þarna hittirðu naglann á höfuðið frænka (eins og svo oft áður), það er nefninlega einmitt þetta 40 tommu fólk sem á eftir að stökkva á eftir þessari nýjung......þá kýs ég nú frekar 14 tommurnar þínar ;)

Nafnlaus sagði...

Eg á 42 tommu tv og er virkilega ánægd med tad á vegnum hjá mér.Tekur Ekkert pláss.Átti einu sinni 14 tommu og var tad ágætt til sins brugs.En er ansi hrædd um ad ég gæti ekki brukad síma sem tv,tar til er són mín ordin of døpur.Svo er ég med 32 tommu flatskjá í svefnherberginu,sem er
frábært ad sofna út frá,svo ad tú getur séd ad hún frænka tín er ansi nýngagjørn..........

Anna Þorbjörg sagði...

Heldur betur! Vona að þetta sé Samsung

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna Þorbjörg.

Takk fyrir kveðjuna og að minna mig á hvað ég er að verða aldraður :o)

Ég sem var búinn að fara í dáleiðslu þerapíu sem átti að fá mig til að gleyma öllu um aldur minn en nú er hún unnin fyrir gíg.

Bið að heilsa á Akureyrina fallegu.

Jón Gunnar.