Bara svona rétt að kasta kveðju. Svo sem ekkert mikið sem ég vil segja, ekkert sem mig langar til að setja hérna svona þar sem allir geta séð. Ekki þó halda að ég leyni á spennandi leyndarmálum, því miður er ekki svo.
Langar aðeins að kommenta á þetta fræga Smáralindarbæklingsbrálæði. Viðurkenni fúslega að þessi aumingjans kona sem skrifaði að stúlkan minnti sig á klámstjörnu var ansi ósmekkleg í orðavali sínu en mér finnst þó eitthvað sannleikskorn í orðum hennar. Hefði þessi mynd verið í bæklingi fyrir 20 árum, jafnvel 10 árum? Nei, svo tel ég ekki líklegt. Ég tel að þetta þætti ekki viðeigandi fermingarauglýsing, svona Lólítustíll í hámarki. Við erum orðin svo gjörsamlega blind á það sem er smekklegt og það sem er hreinlega klám (vona að enginn fari að leggja mig í einelti fyrir að nota svona orðalag). Umburðaryndislyndisþröskuldur okkar er orðinn svo lágur að við erum t.d. löngu hætt að kippa okkur upp við að sjá gellur hálfberar nugga sér upp við hina ýmsustu karlmenn í tónlistamyndböndum, unglingum sem klæða sig eins og vændiskonur eða myndum í auglýsingabæklingum sem vísa beint eða óbeint í klámmyndir. Blindnin er að mér finnst orðin algjör og þar sem allir eiga að vera svo frjálsir og boð og bönn eru mannréttindabrot verða þeir sem voga sér að benda á að eitthvað sé að, fyrir þeim nornaveiðum sem mér finnst hafa farið af stað í þessu máli.
Ef hverju má ekki virða tjáningarfrelsi þeirra sem gagnrýna ríkjandi þankagang líkt og þeirra sem vilja hafa fullkomið frelsa til að markaðsetja kynþokka unga stúlkna (og svo sem drengja líka).
Vona að orð mín munu ekki lenda á síðum allra blaða og bloggsíðna þar sem ég verð kölluð forpokuð afturhaldstútta. Kemur í ljós. Þá fæ ég alla vega mínar 15 mínútur frægðar sem allir virðast þrá.
Langar svo aðeins að beina orðum mínum til 2ja lesenda bloggsins:
Sigga Larsen: Veit ekki hvenær ég kem nákvæmlega til DK en brúðkaupið er 14. júlí svo verð eitthvað í kringum það. Veit ekki hve lengi eða neitt slíkt, erfitt að skipuleggja þar sem ég veit ekkert hvað ég verð að gera. Mun að sjálfsögðu líta á littla sæta húsið ykkar í Óðinsvé, ef mér er boðið.
Þorgerður: Geturu gefið mér slóðina á bloggið þitt aftur, er búin að týna.
Góða helgi!
föstudagur, mars 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Heyr fyrir þér.er svo sannarlega sammála.sá að vísu ekki bloggið hjá konunni en burtséð frá því var ég sammála áliti hennar á þessu.áfram forpokaðar kerlingar sem ekkert þola.hahahaha.
Eg er svo hjartanlega sammála tér Anna mín,las tetta blogg hjá konunni og sá myndina.Vid turfum ekki ad øll ad vera sammála um ad gera fermingarstúlkur ad litlum konum,tad eru sólstofur og snyrtistofur sem studla ad gera tetta svo nútímavætt.
Man er ég fermdist,svaf med rúllur´,sem ad ég held Didda Bigga setti í mig og var tetta píning og svefnlítil nótt.............
Ps.Sigga og Eyvi eru á leid til Italíu og verda í hálfan mán,,,,,,,,,,
Hæ, bloggið mitt er www.hottintotti.bloggar.is
Ég er nú bara líka sammála þér frænka eins og hinar forpokuðu kerlingarnar hérna.....mér finnst margir vera ansi heilalausir í þessari umræðu því það er alveg staðreynd að það er mikið verið að tengja e-ð barnalegt og klám saman í dag t.d. Britney Spearse með tíkó, í skólabúningi og með sleikjó í eggjandi senum í myndböndunum sínum og engum finnst það athugavert (nema okkur þessum forpokuðu auðvitað) svo auðvitað fatnaðurinn sem boðið er upp á í verslunum á litlar stelpur...úff púff, segi nú ekki annað!!
Góður punktur Anna og ég er sammála þér.
Hvernig er Eyrin annars að tríta þig?
Kveðja,
Jón Gunnar
www.blog.central.is/jongunnar
Biddu biddu allt ad gerast a froni. Gerdi einhver beiglan allt vitlaust??
Afsadid hvad eg kem seint inni umraeduna, her hefur allt verid vitlaust. Langad ad segja god umraeda um fair trade her sidast. Eg misti af theirri umraedu. aetla samt ad leggja mitt af morkum. Er alveg samala ther. En er samt mjog hlynt hnattvaedingu, finnst bara ad hun eigi ad vera sidleg! Finnst hid besta mal ad framlaeida vorur i fjarskanistan ef folk thar er tilbuid ad framleida odyrara heldur en vesturlandabuar. Vandamalid er bara hvar a ad draga linuna. Eflaust er betra ad vinna leidinlega faeribandavinnu fyrir skitalaun en ad fa enga vinnu yfirhofud. En tegar skitalaunin eru ordin 5 pens a klukkutima og vinnuadstaedurnar a vid utrymingarudir tha tharf ad hugsa sig betur um. Lenti einmit i rokraedum um thetta i tima um daginn. Andstaeding minum fannst bara gott og blessad ad borga folki eins litid og mogulegt er, thad vaeri alltaf skarra en ad svelta, verkafolkid velur thetta vist sjalft. Allt i einu hann ordin relativisti, gaur sem vanalega finnst ad allir eigi ad vera og gera eins og vesturlandabuar. En tegar kemur ad launum er edlilegt ad thau hafi annan standard!
Thad sem tharf er bara ad setja einhverjar homlur a thessa kapitalista sem nu rikja yfir heiminum. Einhverslags regluvaedingu, globalization governance svo hnattvaeding geti verid nytt a jakvaedan hatt en leyfi ekki audmagninu ad misnota taekifaerin!
Sorry hvad tetta vard mikill heljar pistill. Hef bara svo mikid um thetta mal ad segja. Kannski eg aetti bara ad stofna eigin bloggsidu og haetta ad mistnota annara sidur?
Skrifa ummæli