þriðjudagur, mars 20, 2007

Amrískt spik sem og eigið

Eftir að hafa horft á ameríska þætti og bíómyndir frá blautu barnsbeini, sem skarta nær eingöngu mjóu og fallegu fólki, var ég nær sannfærð að sú umræða um að Bandaríkin væri feitasta þjóð í heimi, væri lygasaga. Eftir að hafa horft á nokkra þætti að hinni gæða sjónvarpsþáttaröð Trading Spouses, hef hins vegar komist að því að slíkar sögur voru á rökum reistar.

Reyndar rifjast upp fyrir mér núna ljósmynd af bandarískum mótmælendum í kennslubók um bandarísk stjórnmál. Á myndinni má sjá nokkrar vel feitar konur með mótmælaspjöld. Þegar ég leit á myndina fyrst hélt ég að þetta væru hagsmunasamtök offitusjúklinga að mótmæla hækkun á McDonalds eða eitthvað slíkt en við nánari athugun kom í ljós að um venjulega Kana var að ræða sem voru að mótmæla einhverju sem var mótmælavert.

Ég ætti þó kannski ekki að vera að sitja út á fitu þar sem yfirlýst megrun mín er farin út í vitleysu og ég stefni hraðbyr að gastric bypass á þrítugsafmælisdaginn

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Riiight...Já þetta er nú meira offituvandamálið sem þú átt við að etja Anna og hefur streðað við lengi. Ég mæli með því að þú farir að ráða 2-3 pólverja í vinnu við að halda á þér út í bíl ef þú þarft nauðsynlega að skreppa eitthvað og einnig til að velta þér á hina hliðina þegar þú sefur. :o)

Kveðja úr viðbjóðslegu þunglyndisveðri í 101 Rvk.

Jón Gunnar.

Nafnlaus sagði...

Voðalega voru þið systur slyngar í eldamennskunni!!
Ég sit hérna heilalaus því minn brann yfir.....búin að læra síðan 9 í morgun nærri sleitulaust (eða streitulaust eins og ein góð vinkona mín orðar það).....en allavega varð að kíkja á aðal-bloggarann áður en ég svíf í draumalandið......