fimmtudagur, mars 08, 2007

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Til hamingju konur með daginn!
Ekki jafn mikið til hamingju með;
- Lægri laun
- Lágt hlutfall kvenna á þingi, sveitastjórnum og stjórnunarstöðum
- Að geta ekki labbað einar heim af djamminu án þess að vera hræddar
- Að vera kallaðar gribbur, frekjur, breddur, brussur og öðrum álíka misskemmtilegum nöfnum þegar þið standið fast á ykkar
- Að kynsystur ykkar eru neyddar og seldar í kynlífsþrældóm
- Að haldið sé að ykkur stöðugu samviskubiti að vanrækja börn og heimili ef þið eruð framakonur
- Að þurfa að raka á ykkur hvert stingandi strá á líkamanum fyrir utan á hausnum því annars þykið þið subbulegar rauðsokkur
- Að íþróttir kvenna komast varla í fjölmiðla og ef þær gera það er flissað yfir hvað þið eru brussulegar
- Að þið eru almennt ekki teknar alvarlega
- Að stöðug krafa er á að þið séuð sætar og prúðar því ef þið eruð það ekki er stöðugt rætt um það og ritað
- Að eiga nokkuð á hættu að verða barðar heima hjá ykkur
- Að átta ykkur ekki á því að jafnrétti er langt frá því náð

4 ummæli:

Unknown sagði...

Eg er i barrattu studi og ætla i krøfugøngu i kvøld sem heitir:
TA NATTA TILBAKE! herna var voda sorglegt program i sjonvarpinu i gærkvøldi, en thar var fjallad um ljotar tølur vardandi fjarmal kvenna og karla.... karlar eru skradir fyrir nanast øllum eignum heimilanna... their eru skradir fyrir husinu, bilnum, batnum ....
og konur i Noregi, thessu jafnrettislandi eru med 73% lægri laun en karlar (i thessum tølum er ekki buid ad retta fyrir yfirvinnu....) ENN Ogedslega gengur thetta hægt. Eg verd ad segja ad eg er rosa anægd ad vera i sambud med yfirlystum feminista! En eg finn oft fyrir karlrembuskap i vinnusamhengi... jakkafatagengid milli 45-50 er mjog oft frekar otholandi....

Anna Þorbjörg sagði...

Vildi að það væri einhver ganga á Akureyri,langar að gera eitthvað. KAnnski ég ætti bara að fara ein í göngu alveg tjúll
Get nú trúað því að jakkafataplebbarnir geti verið óþolandi karlrembur, þurfa nú svo sem ekki að vera í jakkafötum til að vera karlrembur. Finnst nú bara oft venjulegir ungir menn verstir.
Gott að heyra að þú ert vel "gift", vildi að það væru fleiri eins og Eypi

Nafnlaus sagði...

Var að lesa grein í Information að konur í Danmörku eru undir miklu álagi að eignast börnin á meðan þær eru í námi því ef þær fara út á atvinnumarkaðinn barnlausar vill enginn hafa þær því þá gætu þær jú farið að únga út krílunum á kostnað fyrirtækisins!! Sá svo að leikkonur hérna verða fyrir mjög miklu óréttlæti og talað er um að ef þær eignast börn er nánast ómöuglegt fyrir þær að fá hlutverk því þær "líta svo allt öðruvísi út". By the way þá verða þær einnig fyrir miklu kynferðislegu áreti. smá auka þukl og smá ekstra lagt í sviðskossinn. Þetta er ljótur heimur sem við lifum í.

Nafnlaus sagði...

Spiking åf hair...Vaknaði i morgun á kvennadeginum mikla. Var að reyna að klístra á mig maskara þegar ég uppgötvaði hár - svona 15 cm langt hár - sem hékk niður í augu, og var það ekki hár af höðvi mínu. Sagði mömmu frá þessari hryllingsuppgötvun ("ég er að verða eins og AFI!"), og kerlingin bara fussaði, að svona voru hennar búnar að vera í 20 ár! "Sigga, það þarf að klippa þær!". I okkar fjölskyldu þ.e.a.s...Stundum hugsa ég að "kvenlegu" genin i ættinni okkar séu komnar í beinum legg frá bavíönum og neandertal og cro magnon. Eða kannski það seum VIÐ sem erum the missing link?
P.S Elsku frænka. Hvénar kemuru til DK i sumar?