mánudagur, desember 04, 2006

Vasadiskó

Oft stærum við Íslendingar okkur af því hvað við erum góð í því að finna upp nýyrði. Við fussum yfir því að nágrannaþjóðir okkar taki upp ensk orð og aðlagi að sínum framburði. Svo sem allt gott um það að segja að finna upp ný orð. En mér hefur alltaf þótt eitt íslenskt nýyrði sérlega vel heppnað. Þetta orð er því miður að tapast úr íslenskri tungu sökum hraðrar tækniþróunar sem hefur gert apparatið sem orðið er yfir, úrelt. Þetta er orðið "vasadiskó". Þetta orð nær fullkomlega að útskýra þetta litla tæki og mun betur en t.d. enska orðið walkman sem er bara púkó, þar sem þetta er sko enginn göngumaður. Í dag nota fáir vasadiskó. Allir eiga mp3 spilara eða i-pod. Hversu ömurleg eru þessi orð? Mig langar að vasadiskó lifi áfram sem orð og mæli því með að fólk byrji að kalla öll tæki sem það ber á sér og spila tónlist þessu nafni. Vasadiskó á í raun mun betur við i-pod en gamla kasettuhlunkinn. Aldrei kom ég mínu ágæta vasadiskói t.d. í vasann en i-podinn rúmast hins vegar vel þar. Svo er líka miklu meira diskó í þessum nýju tækjum eða hvað?
Allir að byrja á þessu með mér...einn, tveir og....

4 ummæli:

Stínfríður sagði...

Já eins og ég hef áður sagt, þá er ég þér hjartanlega sammála. Þetta er svo agalega skemmtilegt og rétt orð og ég stend með þér í baráttunni fyrir vasadiskóinu. Mun leggja mitt af mörkum til að breiða út boðskapinn.
Stína

Nafnlaus sagði...

Lifi vasadiskóið!!! :)

Nafnlaus sagði...

Thetta er alveg stórskemmtilegt ord,ég ætla ekki ad fá mér i-pod brádum,ég ætla ad fá mér vasadiskó:)

Nafnlaus sagði...

Heja vasadiskó........En hvad med
snjókoma í grend.Hef aldrey áttad mig á hvar tessi grend er....
Mikid finnst mér teir púkó hjá Samsung,hvad ætli tessu fyritæki muni um ad gledja alla sína starfsmenn,sveiattann.